Hættum að senda fiskin óseldan úr landi

Er ekki komin tími til að setja það í lög að allur fiskur veiddur á íslandsmiðum skuli annað hvort vera unninn eða selda á Íslandi.  Þannig gefum við íslenskri fiskvinnslu kost á að bjóða í fiskinn áður en hann er sendur úr landi.   Það er illt við það að búa að reka fiskvinnslu þar sem hætta er á hráefnisskorti í hverri viku vegna lítils framboðs á mörkuðum.   Á sama tíma fer fiskur út í gámum sem íslensk fiskvinnsla hefur engin tök á að bjóða í. 

Breytum þessu og setjum atvinnu á Íslandi í forgang og aukum rekstraröryggi íslenskrar fiskverkunar.  Ekki veitir nú af á þessum síðustu og verstu tímum.


mbl.is Óska skýringa frá HB Granda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Davíð Þorvaldur Magnússon

hvað ætla þeir í verkalíðsfélaginu að gera ?Banna þeim að leigja kvóta ? Þeir urðu að leigja frá sér ýsu vegna niðurskurðarins á þorski því ef þeir hefðu ætlað sér að veiða alla ýsuna hefðu þeir farið langt framyfir í þorski vegna þess að það er ekki hægt að bleyta veiðarfæri án þess að fá þorsk

Davíð Þorvaldur Magnússon, 11.4.2008 kl. 16:37

2 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Ég geri nú ráð fyrir því að ef fiskurinn færi á markað hér á landi þá kæmu útlendingar hingað og keyptu fisk.   Og þannig myndi eftirspurn hér heima aukast eftir fiski.  Það má ekki afgreiða allar hugmyndir út af borðinu óskoðaðar og án rökræðu.  Ef þessi hugmynd mín reynist ótæk skal ég vera fyrstur til að draga hana til baka en það hafa bara ekki komið nein rök fram sem benda til þess.

G. Valdimar Valdemarsson, 12.4.2008 kl. 10:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband