Samhengi hlutana
18.6.2008 | 10:15
Á 17. júní heldur forsætisráðherra sína hefðbundnu ræðu og kaus nú að tala um sparnað og ráðdeild. Hver og einn gæti lagt sitt af mörkum með breyttri hegðan. Á sama tíma stendur ríkisstjórnin fyrir sjónarspili norður á Skaga til að friða öfgasinnaða umhverfissinna.
Óttinn við að taka óvinsæla ákvörðun var svo mikill að lagt var í umtalsverðan kostnað, eflaust tugi milljóna. Þetta var einungis gert til þess að koma ábyrgðinni af væntanlegu ísbjarnardrápi á einhvern annan en auman stjórnmálamann sem ekki þorir að axla pólitíska ábyrgð.
Það er aumt að predika sparnað yfir þjóðinni en vera svo ekki maður til að stoppa svona vitleysu. Hver á að bæta æðarbóndanum á Hrauni upp tap á komandi árum vegna þess að varpfuglinn mætir ekki aftur á svæðið? Er í lagi að eyða öllum skattgreiðslum tuga samborgara sinna í heilt ár í svona aðgerðir?
Hvernig á að taka svona fólk alvarlega?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.