Róm brennur og ţjóđin horfir á fótbolta
19.6.2008 | 11:28
Ţví var spáđ í mín eyru í byrjun apríl eftir ađ gengiđ hafđi tekiđ falliđ síđustu dagana í mars ađ viđ myndum upplifa sömu ţróun aftur í júní. Ţađ virđist allt vera ađ koma fram, gengiđ gefur eftir dag eftir dag. Greiningardeildir bankana spila á ţjóđarsálina og segja ástćđuna vera ađgerđarleysi ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum.
Ađgerđarleysiđ hrópar og ţađ má eflaust kenna ţví ađ hluta til um ástandiđ, en sá sem spáđi ţví í apríl ađ aftur kćmi svipuđ lćkkunarhrina seinnipart júní bar fyrir sig ađ ţá kćmi aftur ađ ársfjórđungsuppgjöri banka og fyrirtćkja. Ţá hentar ţađ fjármagnseigendum á Íslandi ađ fella ţá gengiđ til ađ tölurnar litu betur út á blađinu.
Seđlabanki og ríkisstjórn hafa hvorki vilja né burđi til ađ takast á viđ vandan og spyrna viđ fótum međ hagsmuni almennings ađ leiđarljósi. Auđvitađ er ýmislegt sem ţeir gćtu gert en láta ógert sennilega til ţess ađ halda nú fjármagnseigendunum góđum en láta ógert. Ekki vantar ríkisstjórnina ţingstyrkinn til ađ koma málum í gegn.
Hvađ veldur ađgerđarleysinu? Er ţađ litlaus ákvörđunarfćlinn forsćtisráđherra sem bannar allar óţćgilegar umrćđur í Flokknum? Er ţađ jafnađarmannaflokkurinn sem telur jöfnuđ felast í ţví ađ fćra lífskjör niđur á viđ í stađ ţess ađ toga ţá upp sem eftir hafa setiđ og ađ sumir eigi ađ vera svolítiđ jafnari en ađrir? Eđa er ástćđan sú ađ flokkarnir tveir sem mynda ríkisstjórn geta ekki komiđ sér saman um stefnuna og ađ stjórnarsáttmálinn snúist bara um ađ sitja en ekki ađ stjórna? Svari nú hver fyrir sig.
Ţađ hefur jú komiđ í ljós undanfarna daga ađ forystumenn stjórarflokkanna komu sér saman um ađ salta stór mál eins og sjávarútveg og evrópuumrćđu. Ţetta minnir óţćgilega á ástandiđ í henni Reykjavík ţar sem stefna Sjálfstćđisflokksins er ađ sitja og standa eins og Ólafur F vill nćstu tvö árin og sjá svo til.
Í stađ ţess ađ hér sé upplýst umrćđa um ástandiđ er allt umlukiđ ţögn. Forsćtisráđherra svara fréttamönnum međ skítkasti og skćtingi ef ţeir spyrja eđlilegra spurninga um ástandiđ. Útvarpsstjóri bláskjás hefur sent alla umrćđuţćtti í sumarfrí og ber viđ fótbolta. Forsćtisráđherra bođar ađ nú ţurfi fjölskyldunnar ađ spara. Ţegar ég skođađi heimilisbókhaldiđ mitt blasti viđ ađ eđlilegast vćri ađ segja upp Stöđ-2 og Mogganum. En ţá er ég ofurseldur bláskjá áróđursstöđ íhaldsins, en á Stöđ-2 er ţó enn ađ finna smá vott um ţjóđfélagsumrćđu, svo ekki er ađ nú góđur kostur.
Varđandi Moggann ţá hélt ég ţađ nú út ađ lesa hann á međan Styrmir ritstjóri og Agnes skósveinn skrifuđu linnulausan áróđur fyrir íhaldiđ og valin fjármálaöfl og ég hét mér ţví ađ gefa nýjum ritstjóra amk. hálft ár áđur en ég gćfi blađiđ upp á bátinn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.