Róm brennur og þjóðin horfir á fótbolta

Því var spáð í mín eyru í byrjun apríl eftir að gengið hafði tekið fallið síðustu dagana í mars að við myndum upplifa sömu þróun aftur í júní.   Það virðist allt vera að koma fram, gengið gefur eftir dag eftir dag.   Greiningardeildir bankana spila á þjóðarsálina og segja ástæðuna vera aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum. 

Aðgerðarleysið hrópar og það má eflaust kenna því að hluta til um ástandið, en sá sem spáði því í apríl að aftur kæmi svipuð lækkunarhrina seinnipart júní bar fyrir sig að þá kæmi aftur að ársfjórðungsuppgjöri banka og fyrirtækja. Þá hentar það fjármagnseigendum á Íslandi að fella þá gengið til að tölurnar litu betur út á blaðinu.

Seðlabanki og ríkisstjórn hafa hvorki vilja né burði til að takast á við vandan og spyrna við fótum með hagsmuni almennings að leiðarljósi.   Auðvitað er ýmislegt sem þeir gætu gert en láta ógert sennilega til þess að halda nú fjármagnseigendunum góðum en láta ógert.  Ekki vantar ríkisstjórnina þingstyrkinn til að koma málum í gegn. 

Hvað veldur aðgerðarleysinu?  Er það litlaus ákvörðunarfælinn forsætisráðherra sem bannar allar óþægilegar umræður í Flokknum?  Er það jafnaðarmannaflokkurinn sem telur jöfnuð felast í því að færa lífskjör niður á við í stað þess að toga þá upp sem eftir hafa setið og að sumir eigi að vera svolítið jafnari en aðrir?  Eða er ástæðan sú að flokkarnir tveir sem mynda ríkisstjórn geta ekki komið sér saman um stefnuna og að stjórnarsáttmálinn snúist bara um að sitja en ekki að stjórna?  Svari nú hver fyrir sig.

Það hefur jú komið í ljós undanfarna daga að forystumenn stjórarflokkanna komu sér saman um að salta stór mál eins og sjávarútveg og evrópuumræðu.  Þetta minnir óþægilega á ástandið í henni Reykjavík þar sem stefna Sjálfstæðisflokksins er að sitja og standa eins og Ólafur F vill næstu tvö árin og sjá svo til. 

Í stað þess að hér sé upplýst umræða um ástandið er allt umlukið þögn.  Forsætisráðherra svara fréttamönnum með skítkasti og skætingi ef þeir spyrja eðlilegra spurninga um ástandið.  Útvarpsstjóri bláskjás hefur sent alla umræðuþætti í sumarfrí og ber við fótbolta.   Forsætisráðherra boðar að nú þurfi fjölskyldunnar að spara.  Þegar ég skoðaði heimilisbókhaldið mitt blasti við að eðlilegast væri að segja upp Stöð-2 og Mogganum.  En þá er ég ofurseldur bláskjá áróðursstöð íhaldsins, en á Stöð-2 er þó enn að finna smá vott um þjóðfélagsumræðu,  svo ekki er að nú góður kostur.  

Varðandi Moggann þá hélt ég það nú út að lesa hann á meðan Styrmir ritstjóri og Agnes skósveinn skrifuðu linnulausan áróður fyrir íhaldið og valin fjármálaöfl og ég hét mér því að gefa nýjum ritstjóra amk. hálft ár áður en ég gæfi blaðið upp á bátinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband