Fyrirhyggja framsóknarmanna
8.8.2008 | 14:52
Það sýnir sig þarna hvað það er nú gott að hafa haft framsóknarmenn við völd sem tryggðu að það var til ein ónotuð virkjun sem hilluvara inn á kontór hjá Landsvirkjun. Framsóknarmenn hafa alltaf lagt á það áherslu að afla áður en eytt er og til þess þarf öflugt atvinnulíf. Núna þegar við stjórn eru flokkar sem ekki koma sér saman um neitt nema það að vera ósamála er nú gott að vita til þess að á tímum fyrri ríkisstjórnar var hugsað fram í tímann.
Nú vakna eflaust upp allskyns draugar sem telja að póstkortasala og yfirfullir átroðnir ferðamannastaðir séu vænlegri til atvinnuuppbyggingar, en vonandi er þjóðin farin að átta sig á loddaraskapnum.
Byrjað á Búðarhálsvirkjun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Geta ekki öll dýrin verið vinir? Virkjum allt og seljum póstkort með myndum af virkjunum og álverum.
Villi Asgeirsson, 8.8.2008 kl. 22:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.