Geir er ekki komið nóg?

Það er segin saga að þegar forsætisráðherra mætir í viðtöl, hérlendis eða erlendis þá fellur gengið.  Geir Haarde virðist lifa í annarri veröld en við hin og þegar hann mætir og tilkynnir um hagvöxt á öðrum ársfjórðungi, hagvöxt mældan í hríðfallandi krónu, og að verðbólgan verði farin eftir örfáar vikur, þá fellur markaðurinn í stað þess að hækka.

Þetta gerist vegna þess að aðilar á markaði vita betur.  Það sem er alvarlegt er að þeir fá um leið staðfestingu á því að forsætisráðherran veit ekki betur.   Hann er í afneitun, eða þorir ekki að horfast í augu við ástandið. Þegar aðilar á markaði eru mynntir á það reglulega að forsætisráðherra Íslands lifir í öðrum heimi veikir það tiltrú á krónunni og Íslensku efnahagslífi.

Ef að forsætisráðherra er að reyna að talal kjark í þjóðina með því að hagræða tölum og neita að horfast í augu við ástandið hefur það mistekist.   Geir ætti því að bæta þögninni á aðgerðarleysislistann og láta vera að svara fréttamönnum, allavega á meðan hefur ekki áttað sig á stöðunni og hversu alvarlega hún er.

Það gæti verið fyrsta skrefið til að stöðva þá vegferð sem krónan er á í dag.


mbl.is Enn lækkar gengi krónunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband