Hver er þá vandinn Davíð
18.9.2008 | 22:08
Gæti verið að vandinn væri Geir Haarde. Vill Davíð að við tölum um getulausa úrræðalausa duglausa hrædda forsætisráðherrann sem stærir sig annan daginn af aðgerðarleysinu og ræður auglýsingastofu hinn daginn til að finna dæmi um að hann hafi verið í vinnunni og gert eitthvað undanfarnar vikur.
Er það Geir sem er vandamálið, eða er það mislukkuð ímyndarherferð Sjálfstæðisflokksins við að benda á að vandi þjóðarinnar sé erlendur sem fer svona í skapið á Seðlabankastjóra?
Hversvegna er verðbólga á Íslandi í dag? Hefur það ekkert með gengið að gera? Er gengið ekki verðið sem menn eru tilbúnir til að greiða fyrir KRÓNUNA á hverjum tíma. Davíð segir að krónan sé ekki vandamálið heldur verðbólgan, en hvort kemur nú á undan eggið eða hænan.
Menn fegra ekki vonlausan málsstað með því að vera orðljótir og svipljótir í drottningarviðtölum í fjölmiðlum. Seðlabankastjóra væri nær að ræða vandan á málefnalegum nótum, en það er augljóst að hann er rökþrota og kastar bara skít í allt og alla sem ekki eru honum sammála.
Held að hann ætti að nota sér eftirlaunalögin á meðan þau eru enn í gildi og koma sér í helga stein.
Davíð segir að krónan muni ná sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.