Takið Geir úr umferð

Enn er Geir Hilmar Haarde meira upptekin af hagsmunum Sjálfstæðisflokksins en af hagsmunum þjóðarinnar.   Það á ekki að skoða allar leiðir til bjargar þjóðarbúinu vegna þess að sumar leiðirnar gæru verið erfiðar Flokknum.   Flokkurinn er jú heilagur og hann gengur fyrir.  

Þetta er þekkt úr mannkynssögunni þegar trúarbrögðin eru tekin fram yfir þjóðríkin.  Þetta er sú staða sem við horfum á í dag.  Virðingin fyrir Flokknum nær meira að segja í systurflokkinn Samfylkinguna, en flokkarnir byggja jú á sömu hugmyndafræði, eru regnhlífasamtök fólks með eitt markmið, að halda völdum hvað sem það kostar.

Það er reyndar ekki að undra að þessir flokkar fari sýnu fram án þess að leiða hugann eitt augnablik að hagsmunum þjóðarinnar.  Áróður fjölmiðlana hefur tryggt þeim enn um 30% fylgi hvorum og þess vegna engin ástæða til þess að hlusta frekar á þjóðina.

Nánast allir, nema þeir sem eru innvígðir og hafa tekið blessun í Valhöll, hafa bent á gjaldþrot peningamálastefnunnar og nauðsyn þess að koma með nýja forystu í Seðlabankann.   Systurflokkurinn Samfylking hefur ymprað á þessu en það virðist samt skipta minna máli en að halda áfram málþófinu og tilraunum til að hanga í stólunum.

Geir náði botninum á tveggja mánaða fresti frá áramótum. síðast í gærkvöldi, en núna er allt að fara til andskotans.   Aðilar sem sátu með forsætisráðherra á fundum um helgina eru orðlausir, reiðir og sárir, en Geir hann verður ekki var við neinn ágreining.  

Á hverju er maðurinn ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Valdi, þetta er nú meira bullið. Þú slærð fram fullt af staðhæfingum en rökstyður ekki eina einustu. Ef þú vilt að menn taki þig alvarlega, eins og ég hef reynt hingað til, þá talar maður ekki svona!

Hvað fær þig til að halda því fram að Geir sé ekki að reyna finna lausn á vanda sem steðjar að þjóðinni? Er þetta gjaldgengur hugsunarháttur í Framsókn, að þar gangi flokkurinn fyrir öllu öðru?

Ég hef ekki vit til að dæma um peningastefnu seðlabankans. Ég minni þig á að þetta er peningastefna sjálfstæðis- og framsóknarmanna, arfur frá stjórnarsamstarfi flokkanna!

Er ekki aðalatriði, að menn haldi ró sinni og leyfi blóðhitanum ekki að hlaupa upp. Alls ekki að fara á taugum. Og ekki væna forsætisráðherrann um að hann sé sjúklingur á lyfjum. Ekki ef menn ætla láta taka sig alvarlega og ná flokknum sínum upp í nægt fylgi til að hann þurrkist ekki út. Það væri illt ef svo færi.

Ágúst Ásgeirsson, 6.10.2008 kl. 12:46

2 Smámynd: Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson

Skrítið að Framsóknarmaður skuli vera að bölsótast yfir því að taka flokkinn fram yfir heildina. Það jú nákvæmlega það sem Framsóknarmenn hafa gert í gegnum tíðina (í minnkandi mæli þó, miðað við fylgi, sem betur fer). Var ekki líka einhver þekktur Framóknarforkólfur í Seðlabankastjórastól til skamms tíma? var það eiithvað betra. Nei þessi sauðtryggð við "flokkinn" sem svo margir hafa gert sig seka um, ekki síst í Framsóknarflokknum, er nákvæmlega það sem viðheldur ýmsum vanda. M.a. þeim að stjórnmálamenn margir eru lon og don á þingi, löngu eftir að þeir eru orðnir algjörlega óhæfir samanber Halldór Ásgrímsson, sællar minningar.

Grétar Einarsson

PS. það skal tekið fram að ég er ekki í neinum stjórnmálaflokk og hef reyndar skilað auðu í undanförnum kosningum.

Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson , 6.10.2008 kl. 12:46

3 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Ágúst Geir hefur haft tíman frá því í Ágúst mánuði 2007 til að gera sér grein fyrir efnahagsástandi heimsins.  Geir kaus að leggja fram fullkomlega ábyrgðarlaus fjárlög með 20% útgjaldaaukningu frá kosningafjárlögum árið áður.   Það var gert tveimur mánuðum eftir að ljóst var hvert stefndi í efnahagsmálum heimsins.  

Geir lýsti yfir endurskoðun peningamálastefnunnar fyrir 6 mánuðum en er ekki búin að koma sér enn að verki.   Geir ætlar svo að gera eitthvað í málunum um helgina og kemst að því að við höfum andrými og ekkert liggi á.    Það er eitthvað allt annað en sami Geir segir í kl 10 í morgun þá er staðan grafalvarleg.

Nú keppast erlendir bankar við að róa viðskiptavini sína með yfirlýsingum um væntanlegt tap við gjaldþrot Íslands og það er lokað fyrir öll viðskipti með banka og fjármálafyrirtæki.  Skyldi Gylfi Magnússon bara hafa haft rétt fyrir sér á föstudaginn?

Ef staðan er eins og ég hef heyrt henni lýst á sl. klukkustund er alveg ljóst að Geir og ríkisstjórnin mat hana kolrangt í gærkvöldi og glataði þar dýrmætu tækifæri, annaðhvort vegna þess að menn taka vandamálið ekki alvarlega, eða vegna þess að þeir eru ófærir um að taka á ástandinu.

Hvort sem er kallar á afsögn ríkisstjórnarinnar. 

G. Valdimar Valdemarsson, 6.10.2008 kl. 13:27

4 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Þú talar digurbarkalega. Bentu mér á þjóðarleiðtoga, stjórnmálaleiðtoga, sem séð hafa þróunina fyrir. Þó ekki væri nema bara síðustu tveggja til þriggja vikna? Hvað segirðu um ESB-löndin. Nú er stöðugleikareglur fyrir bí, eftir útspil Brown fyrir helgi og Merkel í gær. Hver á Íslandi sá það fyrir í síðustu viku að í morgun myndi verða stöðvað á fjármögnun erlendis frá til Landsbanka og Kaupþings? 

Það má vel vera að gerð hafi verið einhver mistök. En verður Geir sakaður um nokkuð annað en að hafa í lengstu lög forðast að trufla baráttu bankanna fyrir tilveru sinni? Ég get ekki séð að hann hafi "logið" eins og andstæðingar hans eru alltaf að tönnlast á. Hann var einfaldlega mjög varkár í orðum sínum. Akkúrat eins og forsætisráðherra ber að vera á viðsjárverðum tímum.

Ef eitthvað er, þá er óskynsamlegt - finnst mér - að vera með upphrópanir og ásakanir. Nema þá að menn beini spjótum sínum að þessum 20 til 30 mönnum, eða hvað þeir eru nú margir, sem bera ábyrgð á því hvernig komið er fyrir þjóðinni. Þá á ég við spekúlantana sem gamblað hafa út um allar trissur og verið að leika sér með eldinn, ef svo mætti segja.

Þetta eru annars erfiðar stundir fyrir mig, gamlan frjálshyggjumann og aðdáanda kapítalismans. Nú er búið að ganga svo gott sem að honum dauðum. Alla vega er frjáls og óháður markaður dautt mál. Um það þarf ekki að orðlengja, dæmin blasa við út og suður. 

Ágúst Ásgeirsson, 6.10.2008 kl. 20:19

5 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Ég þarf ekkert að fara út fyrir landssteinana til að nefna dæmi.  Geir hefur sætt linnulausri gagnrýni allt þetta ár og meira að segja hælt sér af aðgerðarleysinu.    Það hafa margir orðið til að lýsa eftir aðgerðum og viðbrögðum bæði Seðlabanka og stjórnvalda og ekkert komið.   Sjálfstæðisflokkurinn hlýtur að hafa ástæður fyrir aðgerðarleysinu, annaðhvort kreddukenningar sem enginn annar trúir á, eða annarlega hagsmuni sem verið er að passa uppá.   

Ég og tugir eða hundruð annarra bæði lærðra og leikra hafa gert athugasemdir við aðgerðarleysið og sinnuleysið.   Geir stærði sig tvisvar á árinu í fjölmiðlum af aðgerðarleysinu.   Í fyrra skiptið sagðist hann hafa grætt 30 milljarða á því að gera ekki neitt, í síðara skiptið sagði hann að við værum komin yfir hjallann og það bæri að þakka það aðgerðarleysinu.

G. Valdimar Valdemarsson, 6.10.2008 kl. 20:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband