Nýja ríkisstjórn
6.10.2008 | 12:11
Aðkallandi er að ganga til verka og gera nauðsynlegar ráðstafanir til að koma í veg fyrir þjóðargjaldþrot. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki tilbúin til að leita allra leiða til lausna.
Lausnin er að Samfylking og Framsókn myndi minnihlutastjórn sem VG verji falli. Ný Stjórn grípi til nauðsynlegra ráðstafana til að rétta við efnahagsmálin. M.a. að skipt verði um yfirstjórn í Seðlabanka, sótt verði um aðild að EB og myntbandalaginu og óskað eftir stöðugleikasamningi við
Seðlabanka Evrópu. Greitt verði úr flækjunni með umhverfismat vegna álvers við Bakka og tryggt að hægt verði að ráðast í nauðsynlega rannsóknir á Þeystareykjum næsta sumar og þorskvótinn verði aukinn í 155 þúsund lestir.
Eflaust er þessi upptalning ekki tæmandi til að koma böndum á ástandið eftir aðgerðarleysi íhaldsins. Þegar búið er að koma böndum á ástandið þarf að boða til kosninga og kjósa til Alþingis og gefa þjóðinni kost á að gefa forystu Sjálfstæðisflokksins einkunn fyrir frammistöðuna undanfarna mánuði.
Skýrist á næstu klukkustundum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þróun fylgis Framsóknarflokksins á undanförnum árum benda nefnilega til þess að þjóðin beri slíkt traust til flokksins að hún vilja sjá hann í ríkisstjórn.
Hjörtur J. Guðmundsson, 6.10.2008 kl. 12:21
Þetta er ekki spurning um fylgi heldur hvort menn séu tilbúnir til þess að gera eitthvað í málunum eða ekki. Geir þorir ekki og þá þarf að benda á aðra leið. Það geri ég, og hef ekki séð neinn benda á aðra betri.
G. Valdimar Valdemarsson, 6.10.2008 kl. 12:25
Þess utan er ástand mála ekki beisið á evrusvæðinu eða í Evrópusambandinu sem slíku. Og sennilega eru hörmungarnar þar rétt að byrja. Sífellt fleiri ræða um það að evrusvæðið muni hugsanlega ekki lifa þessa krísu af. "Hver maður fyrir sjálfan sig"-stefnan innan evrusvæðisins gæti gengið hæglega sett af stað atburðarás sem gæti gengið að því dauðu.
Hjörtur J. Guðmundsson, 6.10.2008 kl. 12:25
Það er unnið að lausn þessara mála og það er alveg ljóst að þeir sem marktækastir eru í þessum efnum eru ekki þeir sem eru að tapa sér í einhverri örvæntingu. Evrópusambandið og evran er einfaldlega engin lausn á neinu í þessum efnum.
Hjörtur J. Guðmundsson, 6.10.2008 kl. 12:27
Æ æ, erum við ómarktækir sem höfum aðrar skoðanir en þú, hvaða lausn ertu með Hjörtur? Taka stórt lán og senda börnunum okkar reikninginn ?
G. Valdimar Valdemarsson, 6.10.2008 kl. 12:30
Sæll félagi, framsóknarmönnum leiðist að sitja ekki við katlana! En miðað við greiningu þína á Samfylkingunni í pistlinum um Geir fæ ég það ekki heim og saman hvernig hún ætti að geta reddað málum í stjórn með Framsókn.
Væri ekki nær að Framsóknarflokkur og Vinstri grænir mynduðu stjórn er Samfylkingin verði svo trausti?
Þú segir að það þurfi að skipta um stjórendur í seðlabankanum. Þarf ekki frekar að breyta peningastefnunni, sem er jú arfur frá fyrri stjórn sjálfstæðismanna og framsóknarmanna?
Ágúst Ásgeirsson, 6.10.2008 kl. 12:31
Ágúst, það verður að spila úr stöðunni eins og hún er. Ef það á að takast að sprengja stjórnina og koma Geir duglausa frá verður að freista Samfylkingar með öðru og meiru en að verja stjórn VG og Framsóknar.
Ný peningamálastefna með sömu stjórnendum er óhugsandi, það þarf að breyta peningamálastefnunni, hún er gjaldþrota sama hverjir lögðu hana til og samhliða því þarf nýja stjórnendur í Seðlabankann.
G. Valdimar Valdemarsson, 6.10.2008 kl. 12:34
Hversvegna væri það eðlilegt? Það þarf að grípa til ákveðinna aðgerða og þar dugar ekki að senda þjóðina á fjöll að týna fjallagrös eða halda að ástand heimsmála sé þannig að ferðaþjónusta leysi hér öll vandamál.
G. Valdimar Valdemarsson, 6.10.2008 kl. 12:39
" það verður að spila úr stöðunni eins og hún er. Ef það á að takast að sprengja stjórnina " Ef að þetta er það sem Samf, VG, og Framsókn eru að pæla nú á þessum tímum vona ég að þeir eigi sér litla viðreisnarvon í framtíðinni. Það flokkast eiginlega undir brot gegn þjóðinni að vera með eitthvað fimtu herdeildarkjaftæði þa þessum tímum.
Ps
Ég er ekki aðdáandi DO en það sjá allir held ég orðið í gegnum þennan stöðuga áróður og JB er að verða trúverðugri með hverjum deginum.
Jón Aðalsteinn Jónsson, 6.10.2008 kl. 12:52
Valdimar:
Þetta hefur ekkert með skoðanir að gera heldur framgöngu. Ófáir Evrópusambandsinnar telja eins og ég og fleiri að nú sé ekki rétti tíminn til þess að setja allt í bál og brand vegna Evrópumálanna ofan í annað. Aðrir gera það ekki.
Sjáum hvernig Evrópusambandinu og evrunni reiðir af. Það eru vægast sagt miklar blikur þar á lofti. Og jafnvel þó hún lifi þetta af er enn verra vandamál í pípunum fyrir svæðið þegar fjölmennar kynslóðir fara á eftirlaun eftir c.a. 10-15 ár og mun fámennari kynslóðir þurfa að standa undir lífeyrisgreiðslum til þeirra.
Spyrjum að leikslokum.
Hjörtur J. Guðmundsson, 6.10.2008 kl. 12:53
Hjörtur, yfirlýsing um að sækja eigi um aðild hefur gagnast öðrum þjóðum í sömu stöðu og við vel. Væntanleg átök um aðildarsamning í þjóðaratkvæði verða ekki fyrr en að loknum samningaferli sem gæti tekið ár.
Það er því ekki verið að setja neitt í bál og brand með því að lýsa því yfir að sótt verði um aðild. Þeir einu sem óttast það eru andstæðingar EB sem vita að þeir hafa slæman málstað og verja og vilja fyrir alla muni forðast það að aðildarsamningur liggi á borðinu og þjóðin geti tekið til hans málefnalega afstöðu.
G. Valdimar Valdemarsson, 6.10.2008 kl. 13:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.