Krúttkynslóðin kaus rangt
6.10.2008 | 20:23
Hún kaus krútt í staðin fyrir árangur áfram. Það var fróðlegt að heyra Óla Björn Kárason ræða um að afnema lög um umhverfismat til þess að koma hjólunum af stað.
Framsókn boðaði áframhaldandi nýtingu náttúruauðlinda í sátt við náttúruna, og ekki gleyma þvþi að maðurinn er hluti af náttúrunni. Sú stefna hlaut ekki brautargengi en það er sú lausn sem menn kalla núna eftir. Það tók 16 mánuði áður en hörðustu íhaldsmenn sáu ljósið og núna er lausnarorðið að afturkalla úrskurð umhverfisráðherra um umhverfismat. Það er ljóst að afrek Samfylkingarinnar á 16 mánaða stjórnarsetu eru óábyrg fjárlög og skemmdarverk á eðlilegum framgangsmáta framkvæmda við atvinnuuppbyggingu á Íslandi.
Atvinnulífið fái súrefni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Gengst við því að hafa kosið rangt, og tilheyri víst kynslóð kenndri við krútt...
Guðmundur Ásgeirsson, 6.10.2008 kl. 23:35
Hvar er þetta krútt lið? Ég þarf að berja það.
Það eina góða við þetta allt er að nú fáum við öll þau álver sem við getum komið fyrir, og ef við verðum virkilega heppin þá "gleymist" Kýoto bókunin og lög um umhverfismat verða úti á fjöllum með tröllum.
Þau hafa verið fyrir nógu lengi.
(Ég kaus ekkert af þessu liði. Ef ég hefði gert það væri ég almennilega þunglyndur núna.)
Ásgrímur Hartmannsson, 6.10.2008 kl. 23:55
"(Ég kaus ekkert af þessu liði. Ef ég hefði gert það væri ég almennilega þunglyndur núna.) "
Ekki gera lítið úr því, fylgishrun Flokssins er orðið gríðarlegt. Þetta reynir víða á og ekki síður í félagslegu samhengi. Nú er gott að hafa Jóhönnu Sig. á sínum stað, hennar tími er svo sannarlega kominn!
Guðmundur Ásgeirsson, 8.10.2008 kl. 01:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.