Af loddurm Samfylkingarinnar
13.11.2008 | 14:55
Ágúst Ólafur varaformaður Samfylkingarinnar tekur að sér fyrir flokkinn að spyrja spurningar á Alþingi sem hann veit að hann fær ekkert svar við. Til hvers? Loddaraskapur !
Hér er að ferðinni leikrit Samfylkingarinnar til að breiða yfir tengsl sýn við Baug og Jón Ásgeir. Spurningin þjónar engum öðrum tilgangi en að slá ryki í augu þjóðarinnar og þeirra fjölmiðlamanna sem ekki eru þegar á mála hjá Jóni Ásgeir og Samfylkingunni. Rauðsól er jú bein tilvísun í merki Samfylkingarinnar sem er rauð sól.
Össur Skarphéðinsson sem hefur verið inn og út úr utanríkisráðuneytinu sem sitjandi ráðherra undanfarna daga og vikur fer mikinn um væntanlega komu Breta á Keflavíkurflugvöll. Ef ráðherrann meinti eitt einasta orð í stóryrtum yfirlýsingum undanfarinna daga um komu Bretana hefði hann gripið til viðeigandi ráðstafana meðan hann var í aðstöðu til. Það gerði hann ekki og hér er bara eitt dæmið enn um að vinsældir í skoðanakönnunum skora hærra í huga ráðherra en að vinna þjóðinni gagn. Við eigum í deilum við Breta á einum vígstöðum og okkar rök eru að menn eigi að halda sig við alþjóðrétt og gerða samninga og við erum óhrædd við að fara með málið í gerðadóm. En á sama tíma er ráðherra í ríkistjórn að hvetja til samningsrofs og illinda á fleiri vígstöðum í stað þess að leysa úr ágreiningsmálum sem eru til staðar. Loddaraskapur !!
Kratar hafa ekki getað haldið trúnað í samstarfi við aðra flokka síðan á dögum Viðreisnar á sjöunda áratug síðustu aldar. Nú beinast spjótin að þingflokksformanni Samfylkingarinnar og uppi er grunur um að hann blaðri til hægri og vinstri öllu sem hann telur að verði til að þess að hann geti fullnægt óseðjandi metnaði sínum. Metnaði sem gengur frekar út á að fá að setjast í ráðherrastól en að vinna þjóð sinni gagn á erfiðum tímum. Enn einn loddarinn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
það þarf að koma þessu fólki frá:
www.kjosa.is
Héðinn Björnsson, 13.11.2008 kl. 15:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.