Viðskiptaráðherra er úti að aka
11.12.2008 | 16:10
Nú segir viðskiptaráðherra í viðskiptablaðinu að umsókn Íslands að ESB sé kjarninn í endurreisn íslensks athafnarlífs. Ráðherrann vakti athygli um daginn með yfirlýsingu um að hann vildi kosningar og þar með að hann vildi ekki sitja áfram í ríkisstjórn. En eins og fyrri daginn var það innantóm yfirlýsing sem aldrei stóð til að standa við. Eins er með þessa yfirlýsingu, hún er ekki í samræmi við stjórnarsáttmálan og því alveg jafn innantóm og allt annað sem frá manninum kemur þessa daganna.
Ráðherrar Samfylkingar tala út og suður að róa í allar áttir í stað þess að leggjast allir á árarnar og róa í eina átt að betra Íslandi. Það hugsar hver um sig og enginn um hagsmuni þjóðarinnar.
Er ekki komið nóg?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.