Þegar kötturinn fer að heimann.....
18.1.2009 | 03:25
Samfylkingin boðar framtíðarþing eftir 6 daga til að leita að stefnunni. Formaður flokksins er erlendis að leita sér lækninga og þá fara mýsnar á kreik og komast að því að það er engin stefna til í flokknum. Þá er boðað þing... þannig er það í öðrum flokkum og þá hljótum við að gera það líka ... hugsa mýsnar. En mýsnar þær halda að í fundarsalnum á borðunum sé tilbúin stefna frá þeim sem leigði þeim salinn. Þeir eru svo vanir því að auglýsingastofan segi þeim hvernig stefnan á að vera að þeir gleyma því að til þings er boðað með fyrirvara og það er undirbúið og grasrótin fær að tala og segja sína skoðun á stefnunni.. en mýsnar.. þær þurfa að redda málunum núna .. áður en kötturinn kemur heim og rekur þær aftur inn í holurnar.
Ert þú lesandi góður.. maður eða mús ?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.