Þar er hann réttnefndur
20.1.2009 | 15:34
Nú þegar Framsóknarflokkurinn hefur svarað kalli tímans virðist Samfylkingin hafa farið á límingunni. Það lýsir fullkominni panikk að kalla til fundar með viku fyrirvara nk. laugardag til þess að leita að stefnu flokksins. Ekki er grasrótin spurð um stefnuna og áherslurnar.
Líklega er það auglýsingastofa framkvæmdastjórans sem er tilbúin með nýja stefnu sem kynna á fyrir grasrótinni. Það er í takt við fyrri vinnubrögð í þessu kosningabandalagi. Núna á svo líka að halda Evrópufundi og segja flokksmönnum hvað þeim eigi að finnast um Evrópumálin, fyrirvara og samningsmarkmið. Ekki spyrja þá heldur eru dregnir á flot fjöldi fyrirlesara til að segja almennum flokksmönnum hvaða skoðun þeir eigi að hafa.
Mitt í þessu þegar hluti Samfylkingar finnur til ábyrgðar og reynir að galdra fram einhverja stefnu fyrir annars stefnulausan flokk boðar varaþingmaður og þingflokksformaður til fundar um stjórnarsamstarfið. Þar á sennilega að framkalla stjórnarslit að kratískri fyrirmynd, en margir muna það þegar kratar hlupu frá ábyrgð haustið 1979. Nú á að endurtaka leikinn.
Varaþingmaðurinn sem fer á kreik í fjarveru og veikindum formanns og boðar fund um stjórnarsamstarfið heitir Mörður og það er greinilega réttnefni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.