Stjórnlagaţing

Nú er frumvarp framsóknarmanna um stjórnlagaţing komiđ fram.   Í frumvarpinu koma fram hugmyndir okkar í Framsóknarflokknum um ţađ hvernig leikir og lćrđir koma saman á ţingi til ađ setja ţjóđinni nýja stjórnarskrá.  Nýjar leikreglur til ađ byggja á nýtt og réttlátara Ísland.

Rauđi ţráđurinn í hugmyndinni er ađ ţađ veljist einstaklingar í krafti kunnáttu, ţekkingar og hugmynda á ţingiđ sem rćđi og móti nýja stjórnarskrá fyrir Lýđveldiđ Ísland.    Stjórnlagaţing á ađ vera sjálfstćtt og óháđ flokkapólitík eins og viđ ţekkjum hana í dag.    Hagsmunir ţjóđarinnar eiga ađ vera í fyrirrúmi en ekki hagsmunir einstaklinga ađ flokka.

Ţingiđ á ađ semja stjórnarskrárfrumvarp sem ţjóđin tekur svo afstöđu til.   Í tímans rás hafa veriđ gerđar breytingar á stjórnarskrá ţar sem leitast hefur veriđ viđ ađ skapa sem breiđasta sátt.   Sú afstađa ađ stjórnarskránni eigi ekki ađ breyta nema um ţađ náist sátt hefur leitt til ţess ađ einstakir stjórnmálaflokkar hafa náđ ađ koma í veg fyrir breytingar.  

Samfélagiđ hefur breyst hratt á undanförnum árum en stjórnarskráin hefur ekki fylgt ţeim breytingum og tilfellum ţar sem deilt er um túlkun hennar fer stöđugt fjölgandi.   Ţađ er ţví full ţörf á breytingum eđa jafnvel nýrri stjórnarskrá međ nýjum leikreglum fyrir samfélagiđ.  Ţannig hljóđar kall tímans.   Ţví kalli svörum viđ framsóknarmenn međ ţessu frumvarpi.  

Viđ settum stjórnlagaţing sem skilyrđi fyrir ţví ađ verja minnihlutastjórn VG og Samfylkingar falli. Innan úr ríkisstjórn og ţingflokkum ţessara flokka heyrast nú raddir um ađ setja ekki ákvćđi í stjórnarskrá um stjórnlagaţing og rétt ţess til ađ breyta og setja nýja stjórnarskrá.  Hugmyndin virđist vera ađ stjórnlagaţing eigi einungis ađ vera ráđgefandi  ţing en ađ Alţingi taki síđan hugmyndir ţingsins fyrir.   Ţađ er ekki svar viđ kalli ţjóđarinnar ţađ er hagsmunagćsla stjórnmálaflokka sem telja sig betur til ţess fallna ađ hafa vit fyrir ţjóđinni en ţjóđina sjálfa.

Stöndum vörđ um stjórnlagaţing ţjóđarinnar.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband