Höskuldur fór ekkert.... það gerði Össur

Ríkisstjórnin er varin vantrausti af Framsóknarflokknum.  Það var gert með ákveðnum skilyrðum meðal annars um stjórnlagaþing,  kjördag og aðgerðir til að aðstoða fyrirtækin og heimilin í landinu. 

Í stað þess að ganga til þeirra verka fór ríkisstjórnin í krossferð gegn einum manni með illa unnið frumvarp að vopni.  Ríkisstjórnin fór síðan að gæla við það að fresta kjördegi í stað þess að standa við samkomulagið.

Fulltrúar ríkisstjórnarinnar í nefnd um stjórnarskrárbreytingar og stjórnlagaþing hafa dregið lappirnar og eru á góðri leið með að eyðileggja góða hugmynd með fækkun þingmanna til að tryggja sérfræðingaræðið og takmarka aðkomu leikmanna að þinginu.

Að lokum hefur ríkisstjórnin ekki komið með neinar haldbærar tillögur um aðgerðir fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu.  Það er bara lagt fram frumvarp um greiðsluaðlögun og almenningi talin trú um að það leysi vanda heimilanna sem er langt í frá það sanna í málinu.   Frumvarp um frestun nauðungaruppboða leysir heldur engan vanda. 

Össur ætti að snúa úr þessara krossferð og fara að vinna vinnuna sem liggur fyrir.  Frumvarpið um Seðlabankann fer í gegn þegar það hefur fengið viðeigandi umfjöllun í nefnd og þingmenn eru sáttir. 

Það er ekki hlutverk ráðherrana að segja Alþingi fyrir verkum, Össur verður bara að bíta í það súra epli.  Það er krafa almennings að skilja á milli framkvæmdarvaldsins og löggjafarvaldsins.


mbl.is Höskuldur í háskaför
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Heyr, heyr. Þolinmæði okkar er vonandi ekkert meiri til núverandi stjórnar. Þetta virðast vera samansafn af óstaðföstum gúngum sem lítið framkvæma en blaðra því mun meira hingað og þangað. 

Haraldur Haraldsson, 24.2.2009 kl. 13:24

2 Smámynd: Erla J. Steingrímsdóttir

Það er líka krafa almennings að Davíð Oddsson fari úr Seðlabankanum.

Erla J. Steingrímsdóttir, 24.2.2009 kl. 13:27

3 Smámynd: Magnús Guðjónsson

Sammála  þessum pistli í öllum atriðum,  það verður að fara að koma fram með einhverjar aðgerðir til bjargar fólkinu í  landinu,  þess vegna var skipt um ríkisstjórn.  Fyrri ríkisstjórn var sett af vegna þess að lítið gerðist og fólk er uggandi um stöðu sína.  Ef ríkisstjórnin gerir það sem hún sagðist ætla að gera, þá verður allt í lagi.   Össur "walk the talk"

Magnús Guðjónsson, 24.2.2009 kl. 13:29

4 Smámynd: Rauða Ljónið

Já mikið rétt hjá þér.

Rauða Ljónið, 24.2.2009 kl. 13:39

5 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Sæll G. Valdemar.

Ég verð nú bara að segja að ég gæti ekki verið meira sammála þér. Það sem Höskuldur gerði er nákvæmlega rétt í stöðunni. Hvað varðar Seðlabankann þá er hatrið á Davíð það eina sem stjórnarflokkarnir eiga sameiginlegt.

Ingólfur H Þorleifsson, 24.2.2009 kl. 13:54

6 Smámynd: Billi bilaði

Er þetta sérsaltað smjör?

Billi bilaði, 24.2.2009 kl. 13:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband