ÖSE og Samfylkingin og reyndar VG líka
15.3.2009 | 18:42
Ég velti því fyrir mér hvort það sé ekki full þörf á erlendum eftirlitsmönnum til að fylgjast með tilburðum vinstri flokkana til að halda uppi lýðræði. Allir muna eftir því þegar varaformaður Samfylkingarinnar fékk 900 atkvæði á 500 manna fundi og var þó ekki einn í framboði. Fyrir helgi var sagt frá því í fréttum að í prófkjöri Samfylkingar í Reykjavík hvar hver og einn flett því upp á vefnum hverjir væru á kjörskrá og hverjir væru búnir að kjósa.
Nú heyri ég svo að í prófkjöri Samfylkingarinnar í suðvestur kjördæmi hafi flokksmenn dottið út af kjörskrá án nokkurra skýringa. Fólk sem mætt hefur í mörg ár á fundi í flokknum og tekið áður þátt í prófkjörum. Flokknum er greinilega ekki treystandi fyrir kjörgögnum í eigin kosningum, þar virðast óprútnir framámenn í flokknum gera leikið sér með gögnin að vild til að hafa fyrirfram áhrif á væntanleg úrslit.
Rúsínan í pylsuendanum er svo VG og forvalið í Norðvestur kjördæmi. Þar fær þingmaðurinn kjörskránna en aðrir frambjóðendur verða bara að giska á það hverjir eru á kjörskrá. Það kemur því engum á óvart hvernig prófkjörið fór.
Ég velti því fyrir mér hvort að flokkarnir sætta sig við þessi vinnubrögð eða hvort að þeir endurtaki kosningarnar. Allavega virðist full þörf á því hjá Samfylkingu í Suðvestur kjördæmi og hjá VG í Norðvestur. En kannski er lýðræðið bara til trafala og kosningarnar bara sýndarmennska.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.