Spunameistarar .....
17.3.2009 | 09:59
Því var hvíslað að mér að Jóhanna Sigurðardóttir ætlaði ekki að gefa kost á sér í formannsembætti Samfylkingarinnar. Þær vinkonur Ingibjörg og Jóhanna hafa plottað dæmið þannig að Jóhanna dragi það eins lengi og hægt er að tilkynna að hún ætli ekki fram til að tryggja að ekki verði smölun og landsþingið sem er í endaðan mánuðinn.
Þannig geti þær haft mest áhrif á það hver tekur við og þannig tryggt sína stöðu og haldið völdum bak við tjöldin. Samfylkingin er jú bara valdabandalag en ekki stjórnmálaflokkur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.