Hversvegna þarf að leiðrétta lánin?
1.4.2009 | 14:06
Undanfarið hafa byrst fréttir af því hvernig eigendur bankana tóku sér stöðu gegn krónunni. Þeir veðjuðu á það að krónan myndi falla jafnvel til grunna eins og tilfellið er núna. En til þess að geta veðjað þarf einhvern sem veðjar á móti þér. Eigendur bankana ráðlögðu lífeyrissjóðum og sjávarútvegsfyrirtækjum að taka sér stöðu með krónunni. Þeir veðjuðu við lífeyrissjóðina og sjávarútveginn. Þeir voru helstu ráðgjafar sjávarútvegsfyrirtækjanna og lífeyrissjóðanna á sama tíma og þeir voru að plata þá.
Það getur verið að ekki sé hægt að koma lögum yfir þessa menn, en siðleysi þeirra hrópar. Það er blasir við að með athæfið sýnu voru lánasamningar fyrirtækja og fjölskyldnanna í landinu settir í uppnám og sú staða sem nú blasir við er afleiðing þessa. Þeir sem hafa til þess afl og getu í samfélaginu munu eflaust leita réttar síns í málaferlum en ekki má búast við miklum árangri þar sem einkafélög þessara manna eru öll eignalaus og gjaldþrota eða við gjaldþrot. Eignirnar hafa farið eftir flóknum leiðum milli skyldra aðila og finnast ekki í dag, ef þær voru þá til staðar.
Þegar menn tala um jafnræði og réttlæti verður að hafa þessa mynd í huga. Er það jafnræði að sumir fái leiðréttingu vegna þess að svindlað var á þeim en aðrir ekki. Er réttlætanlegt að svindla á fólki sem fór varlega í fjármálum eða fjárfesti í húsnæði fyrir 10 - 15 árum meðan verðlag var lægra en það er í dag? Á þetta fólk að bera skaðann? Þeir sem fór óvarlega, skuldbreyttu lánunum sínum í bönkunum og notuðu til að greiða upp lausaskuldir og yfirdrætti lækkuðu greiðslubrigðina tímabundið en breyttu ekki neyslunni eiga þeir einir að fá hjálp?
Samfylking og VG vilja gjaldþrotaleiðina til þess að gera dæmið upp. Það á að setja fjölskyldur á vergang Vega að stolti sérhvers manns. Það er jafn sársaukafullt að verða gjaldþrota þó svo að árin sem þú ert hundeltur séu bara tvö í stað tíu. Tvö ár í lífi fjölskyldu er langur tími, það er ennþá lengri tími í lífi barnanna sem ekki geta tekið þátt í leikjum og starfi vegna erfiðleika og slæmrar fjárhagsstöðu heima fyrir.
En börnin, þau hafa ekki kosningarétt og þess vegna telja vinstri flokkarnir alveg réttlætanlegt að fara bara gjaldþrotaleiðina. Það er hvort sem er bara helv.... pakk sem skuldar mikið og það á ekkert gott skilið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.