Um hvað er kosið ?
17.4.2009 | 14:01
Stjórnarflokkarnir stefna að áframhaldandi setu við kjötkatlana. Þeir boða sársaukafullar aðgerðir í formi launalækkana og skattahækkana. Millistéttin á Íslandi, Jón og Gunna, sem hafa náð sér í þokkalega vinnu, vinna bæði, og hafa tekjur örlítið yfir lágmarkstekjum. Þau eiga að borga reikninginn fyrir vinstri stjórnina.
Það kreppir að, núverandi kreppa er ekki sú eina sem riðið hefur yfir heimsbyggðina. Eldra fólk man kreppuna miklu sem hófst 1929. Sú kreppa var bæði djúp, langvinn og markaði spor í einstaklingana sem upplifðu hana og í þjóðarsálina. Það er almennur skilningur um heim allan að kreppan mikla varð óþarflega djúp vegna mistaka sem áttu sér stað í hagstjórninni.
Mistökin voru þau að hækka skatta og lækka laun. Stjórnvöld í Bandaríkjunum fór þessa leið aftur og aftur en samt dró alltaf úr tekjunum. Lægri laun og hækkaðir skattar leiddu til minni veltu í samfélaginu. Fleiri fyrirtæki fóru í þrot, fleiri misstu vinnu, og ríkið þurfti að sjá fyrir fleirum í formi bóta.
Þessi vítahringur hélst áfram þangað til það urðu stjórnarskipi og Demókratar komust til valda og dældu fjármagni í arðsamar framkvæmdir, drógu út skattheimtu og fengu þannig hjólin til að snúast.
Í þessu voru mistökin fólgin 1930 - 1934. Nú ætla Vinstri Grænir með fjármálaráðherrann og menntamálaráðherrann í broddi fylkingar að feta þessa leið. Kannski eru VG svo sannfærðir um að Íslendingar séu öðruvísi og betri og að lögmál markaðarins virki ekki á sama hátt á þennan yfirburðar kynstofn sem byggir Ísland að það megi bara blása á reynslu annarra.
Ég vona að kjósendur kynni sér tillögur VG og jafnframt horfi til sögunnar og svari því hver og einn fyrir sig hvort það sé líklegt að markaðslögmálin virki öðruvísi á Íslandi en annarsstaðar. Voru ekki stóru mistökin í góðærinu að menn töldu sig geta lifað á lánum og það þyrfti ekkert að vera að standa í einhverri verðmætasköpun. Draumóramennirnir í VG kölluðu það meira að segja draumalandið.
Viljum við draumóramenn við stjórn landsins ? Það er raunhæft að hér verði mynduð Evrópustjórn það vantar til þess aðeins 4 menn til Framsóknar og Samfylkingar í samkvæmt síðustu könnunum. Látum reyna á það hvað fellst í aðild - setjum X við B.
sjá jafnframt ágætan leiðara hér.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.