Dólgsháttur að segja satt

Björn Bjarnason er samur við sig.  Nú er það dólgsháttur að leiðrétta bullið í frænda hans Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfsstæðisflokksins.   Það er auðvitað þvílík ósvífni að efast um að goðið segi satt og rétt frá. 

Það má í þessu sambandi rifja upp ummæli Björns Bjarnasonar þegar Valgerður Sverrisdóttir vakti máls á að taka einhliða upp Evru.  Þá var það svo arfavitlaust að önnur eins hugmynd gat ekki komið frá neinum nema framsóknarmanni.

Nú er þessi "arfavitleysa" orðin að lífsstefnu Björns Bjarnasonar og það er hrein ósvífni og dólgsháttur að vekja máls á afmörkunum.  Valgerður vildi bara kanna málið og komst að því þessi leið var ekki fær.  Nú ætlar Björn að fá Alþjóða gjaldeyrissjóðinn til að snúa niður Evrópuþjóðirnar fyrir okkur og fá þær til að kokgleypa einhliða upptöku.

Menn muna kannski eftir erindinu sem fór til AGS frá ríkisstjórn íhalds og Samfylkingar og hvarf í 10 daga á meðan Bretar og Þjóðverjar stoppuðu alla afgreiðslu. En núna eru Björn og Bjarni með þá í vasanum, og eina skýringin sem ég finn á því er að það er búið að reka Davíð Oddsson.  Það hefur ekki mikið meira breyst síðan í haust.


mbl.is Dólgsleg árás, segir Björn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband