Línurnar eru að skýrast

Núna þegar 4 dagar eru til kosninga eru línur farnar að skýrast.  Það er engin samsstaða í milli núverandi stjórnarflokka um framtíðarsýn fyrir Ísland.  Þeir vilja fara í sitt hvora áttina.

Það hafa myndast tvær blokkir í ESB málinu.  Annars vegar eru íhaldið til hærgri og vinstri og hins vegar eru flokkarnir sem fylgja hófsamari stefnu og vilja leita bestu lausna fyrir samfélagið.

VG og Sjálfsstæðisflokkur gætu hugsað sér að hafa þjóðartkvæðagreiðslu  um það hvort sækja eigi um aðild að ESB.  Kosningabaráttan mun þá snúast um mýtur og hálfsannleik þar sem enginn veit raunverulega um hvað er kosið.

Samfylking, Framsókn og Borgarahreyfingin eru á því að fara eigi í aðildarviðræður við ESB og að þjóðin fái svo að hafa lokaorðið um það hvort gengið verði í ESB á grundvelli aðildarsamnings.

Samkvæmt skoðanakönnunum í morgun eru þessar fylkingar í Íslenskum stjórnmálum nánast jafnstórar.  Íhaldsmennirnir með 32 þingmenn og þeir hófsömu með 31. 

Það er ljóst að lokaspretturinn verður spennandi og ég krossa fingur og vonast til að hófsömu öflin verði ofan á og þjóðin hafni öfgunum til hægri og vinstri.

XB- fyrir okkur öll


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband