Þráhyggja

Hér er komin enn ein könnunin sem kemst að sömu niðurstöðu.  Framsóknarmenn sem fóru með heilbrigðisráðuneytið á árunum 1995 - 2007 voru fyrir langa löngu búnir að komast að þessari niðurstöðu.  bæði um hagkvæmni og staðarvalið.  Síðan þá hefur Guðlaugur Þór og nú Ögmundur eitt yfir 1.000 milljónum í að kanna og kanna og kanna og kanna... til að kaupa sér aðra niðurstöðu.

Er ekki komin tími til að hætta að berja hausnum við steininn og framkvæma ?


mbl.is Segja sameiningu spara 19 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sturla Snorrason

Þetta staðarval á eftir að vera dýrt spaug, enda lögðust sérfræðingar gegn þessum stað og þessir sérfræðingar eru ekki að leggja mat á staðarvalið.

Sturla Snorrason, 21.4.2009 kl. 15:30

2 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Sturla lesa fréttina áður en þú skrifar athugasemd.

Í fréttinni stendur "Þeir telja mun dýrara fyrir íslenskt samfélag að reka Landspítalann áfram við núverandi aðstæður í Fossvogi og við Hringbraut en að sameina reksturinn og hagkvæmast sé að byggja við núverandi Landspítala við Hringbraut í fyrsta áfanga og nýta áfram flest hús sem fyrir eru á lóðinni."

Þetta er sama niðurstaða og danski sérfræðingar, breskir sérfræðingar og ástralskir sérfræðingar hafa komist að sem skoðað hafa málið.

Hvað veist þú sem þeim sást svona hrapalega yfir ?

G. Valdimar Valdemarsson, 21.4.2009 kl. 15:37

3 Smámynd: Sturla Snorrason

Ég vann við að taka þátt í samkeppninni um þetta sjúkrahús á sínum tíma og vorum við númer 2. eða 3.

Ég veit að þessi staðsetning var pólitísk ákvörðun, því erlendir skipulagsfræðingar mæltu með Vífilstöðum sem besta stað umferðalega séð.

En mitt blogg gengur út á það að reisa nýja þungamiðju í Reykjavík við Geirsnef ásamt sjúkrahúsi og samgöngumiðstöð.

Aðalskipulag Reykjavíkur gengur út á jarðgöng sem verða aldrei byggð og það hef ég eftir þeim verkfræðingum sem hafa unnið við þau mál.

Ég get ekki lesið að þessir sérfræðingar séu að skoða málið útfyrir lóðina við Hringbraut.

Sturla Snorrason, 21.4.2009 kl. 16:25

4 Smámynd: Gísli Tryggvason

Hef lengi hallast að því sama og Sturla nefnir: Vífilstaðir.

Gísli Tryggvason, 22.4.2009 kl. 00:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband