Kærar þakkir til DV

Nú hefur DV komist yfir tölvupóst sem sendur er út til trúnaðarmanna í flokksstarfi Framsóknarflokksins.  Blaðamaður DV sá samstundis fréttaefni í listanum og hefur verið að birta molana í dag.

Stóra fréttin er "Herráð" framsóknarflokksins sem er hópur venjulegs fólks sem hefur skoðanir og leggur á sig vinnu við að fylgja sannfæringu sinni um það hvernig við gerum Ísland betra.

Í herráðinu er venjulegt fólk sem vinnur sína vinnu í ýmsum stéttum samfélagsins og leggur saman sína reynslu og samfélagssýn til að vinna góðum málum lið.

En fréttin er að Baugsmiðlarnir hafa verið uppteknir af því að halda því fram að ónefndir auðmenn séu á bak við tjöldin í Framsóknarflokknum.  Nú hefur DV séð inn fyrir dyrnar og gert þjóðinni grein fyrir því að í innsta kjarna Framsóknar er venjulegt fólk eins og ég og þú og engir útrásarvíkingar eða auðmenn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinbjörn Eyjólfsson

Ég er stoltur fyrir mína hönd og þína að hafa komist í DV vegna stuðnings við flokkinn og hugsjónina.

Sveinbjörn Eyjólfsson, 22.4.2009 kl. 23:32

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ég hélt í sannleika sagt að þessir listar yfir vini og óvini Framsóknar væri samantekt einhverja krakka í Framsóknarflokknum en ekki raunveruleg trúnaðargögn um vini og óvini flokksins.

Sigurjón Þórðarson, 23.4.2009 kl. 11:45

3 identicon

Ég fór strax að velta því fyrir mér hvort flokkarnir , ja alla vega Framsókn og Sjálfstæðisflokkur væru með svona lista og svo gætu þeir komið í veg t.d. fyrir að fólk fengi vinnu hjá hinu opinbera, komið í veg fyrir ýmiskonar fyrirgreiðslu og að pólitíkisr eigendur fyrirtækja hefðu aðgang að vina og óvinalistunum til að ráða fólk í vinnu eftir þeim. mér finnst þetta ógeðslegt, og sýnir bara hvað Framsókn er rotin flokkur. þið hælið ykkur af því að hafa endurnýjað forystu flokksins. Ég blæs á svoleiðis fullyrðingar. Birkir, Höskuldur og Sif eru ekki endurnýjað fólk. Svo eru innviðirnir greinilega svo maðkétnir að það flæðir út viðbjóðurinn í formi nafnalista yfir fólk sem flokkurinn dregur í dilka. Finnst ykkur þetta svo bara allt í lagi? Ef svo er þá eru þið veikari en ég hélt.

Valsól (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 11:56

4 Smámynd: Helga Sigrún Harðardóttir

Valsól í krampakenndu og taugaveikluðu stuði eins og fyrri daginn... alveg magnað hvað íhaldið er rosalega taugatrekkt þessa dagana og virðist ætla að ganga fyrir björg eitt og óstutt. 

Sjálf fann ég fólk á þessum lista sem ég þekki og get ómögulega talið til óvina... enda er það orðalag DV. Stóð ekki "andstæðingar" efst á þessum lista.... fyrir mér er pólitískur andstæðingur MJÖG langt frá því að vera óvinur. En túlkun Valsólar á þessum nafnalista segir auðvitað meira um íhaldið en nokkra aðra... koma í veg fyrir að fólk fái vinnu, koma í veg fyrir fyrirgreiðslu (sic). Margur heldur mig sig...

Helga Sigrún Harðardóttir, 23.4.2009 kl. 14:20

5 Smámynd: Kristbjörg Þórisdóttir

Já, þetta eru alveg stórmerkileg tíðindi að rannsóknarblaðamaður DV hafi komist að því að fólk eins og ég sem er flokksbundin Framsóknarkona og virk í starfi flokksins skuli vera vinur flokksins! Hrein stórtíðindi!

Það er merkileg frétt að fara á lista yfir þá sem eru í flokknum og blogga og setja þennan hóp á lista yfir vini flokksins eins og um gríðarlegar hernaðarupplýsingar sé að ræða...

Kristbjörg Þórisdóttir, 23.4.2009 kl. 14:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband