Draumórar
27.4.2009 | 13:36
VG heldur ennþá að störf verði búin til úr engu. Þeir hafa ekki náð þeirri einföldu staðreynd að fjármagn er afl þeirra hluta sem gera skal. Hvernig á að finna fjármagn til að skapa störf í matvælaframleiðslunni? Á að leifa erlenda fjárfestingu í útgerð og fiskvinnslu?
Er veruleikaflóttinn svo mikill að þeir hafa ekki enn áttað sig á að vandamál efnahagslífsins er skortur á fjármagni og mikil skuldsetning. Á að nota þrjá milljarðanna sem fást með skattpíningu á millitekjur til þess að stofna hér ríkisútgerðir?
Bændur á Íslandi eru skuldum vafðir og eiga ekki fjármagn á lausu til að fara í uppbyggingu þó þeir fegnir vildu. Þar að auki tekur mörg ár að auka framleiðslu á kjöti og mjólk, það gerist ekki með því að klippa á borða eða ýta á takka.
Milliliðir í landbúnaði eru flestir gjaldþrota eða við gjaldþrot svo að varla búa þeir til störf án þess að til komi fjármagn. Er ekki kominn tími til að VG komi niður á jörðina til okkar hinna og fari að tala af raunsæi um leiðir út úr vandanaum og hætti að láta sig dreyma. Draumalandið er ekkert annað en draumóralandið.
![]() |
Atli: Atvinnuleysið er þjóðarböl |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.