ASÍ er ekki trúverðugt þegar það hvetur til mótmæla
8.5.2009 | 17:06
Verkalýðshreyfingin ver fjármagnseigendur með kjafti og klóm. Hún hefur misst öll tengsl við fólkið í landinu og hugsar meira um að verja sjúkrasjóðina, orlofssjóðina og lífeyrissjóðina en að tryggja venjulegu fólki mannsæmandi kjör.
Sú staðreynd að Gylfi Arnbjörnsson fór á taugum þegar baulað var á hann á 1 maí breytir þar engu um. Verkalýðshreyfingin missti af lestinni í vetur og hefur síðan verið leppur Samfylkingarinnar og varið hennar stefnu gegn fólkinu í landinu.
Hagsmunasamtök heimilanna eru miklu trúverðugri samtök sem standa vörð um kjör venjulegs fólks en forysta verkalýðsins ber kápuna á báðum öxlum. Bæði sem fulltrúar fjármagnseigenda og eins hefur berlega komið í ljós að ASÍ er bara deild í Samfylkingunni en ekki samtök launafólks.
Kuldaboli bítur mótmælendur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll Valdimar sveitungi, ég man ekki hvort ég hef áður ályktað á blogginu þínu, ef ekki þá er kominn tími til.
Ég er alveg sammála áliti þínu á forseta ASÍ og því apparati öllu. Gylfi er ekki í nokkru sambandi við fólkið í landinu. Samþykkt frestunar á umsömdum launahækkunum 1 mars og öll umgerð þess máls er með ólíkindum. Sjá nánar hér.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.5.2009 kl. 04:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.