Ríkisstjórn í afneitun

Ríkisstjórnin er í algjörri afneitun á stöðu fyrirtækja og fjölskyldna í landinu.  Það er ástæðulaust að bjarga ríkissjóði ef fyrirtækin og heimilin enda í rúst.  Nú er tækifæri til að leiðrétta fyrir því misrétti sem átt hefur séð stað.

Það hefur verið slegin skjaldborg um fjármagnseigendur í landinu, en nánast ekkert verið gert fyrir þá sem eru skuldugir.  Það gengur ekki að ætla að refsa fólki fyrir að taka lán til að eiga þak yfir höfuðið.  Ef ríkisstjórnin skilur ekki vandan á hún að fara frá.

Það þýðir ekkert að panta illa unnar skýrslur úr Seðlabankanum og halda því svo bara fram að allt sé í stakast lagi.  Veruleikinn er allt annar.

ráðalaus ríkisstjórn.


mbl.is Framsóknarmenn í afneitun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Það er samt ekki til peningur í ríkissjóði. Við getum ekki tekið ný lán. Vaxtabyrðin er þegar orðin sligandi. Það verður að koma kreppa í eitt til tvö ár. Atvinnuleysi, landflótti, allur pakkinn af óréttlæti.

Næst þegar einhver hendir á eftir okkur ódýru fjármagni þá skulum við ekki taka við því. Það verða alltaf við sem einstaklingar sem verðum að borga til baka. Það verður ekki gert fyrir okkur. Ég bjó ekki til þennan leik og ekki þú heldur en við getum ekki hætt í honum.

Gísli Ingvarsson, 22.5.2009 kl. 14:05

2 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Það eru ýmis úrræði, t.d. þau að láta sér ekki detta í hug að fjármagna nýju bankana með okurlánum til fjölskyldna og fyrirtækja.  Eins gæti ríkisstjórnin komið sér saman um peningamálastefnu til að byggja á til framtíðar í stað þess að berja sér á brjóst og segjast sammála um að vera ósammála.   Hvaða stefna er það?  Peningamálastefnan brást og það þarf nýja stefnu.  Það þolir enga bið og þá koma spunameistarar fram þennan frasa "Við erum sammála um að vera ósammála"

kræst

G. Valdimar Valdemarsson, 22.5.2009 kl. 14:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband