Vísitölubull

Nú þegar húsnæðisliður vísitölunnar hækkar hlýtur sú krafa að koma fram að Hagstofan gerir grein fyrir því hvað það eru margir kaupsamningar sem liggja til grundvallar þegar húsnæðisliðurinn er reiknaður út.  Jafnframt þarf að gera grein fyrir umfangi þeirra bílaviðskipta sem urðu til þess að hækka vísitöluna.  Það gengur ekki að hækka skuldir landsmanna um hundruð milljóna án þess að allar forsendur séu uppi á borðinu.

Ég skora á blaðamenn að leggjast í rannsóknarvinnu og afla þessara upplýsinga.


mbl.is Veðhæfi húsnæðis haldið uppi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alveg hárrétt athugasemd.  Hvernig væri að fá erlenda sérfræðinganefnd til að kanna hvort einhver vottur af heilbrigðri skynsemi sé í útreikningum á vístölu til lánaútreikninga.  Mér finnst það algerlega borðleggjandi að svo er ekki.

Gísli Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 16:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband