Ragnar Reykás
5.6.2009 | 15:17
"Taki tryggingarsjóður hinsvegar við skuldunum er ljóst að þá verður ekki aftur snúið: Þá hefur þjóðin endanlega verið skuldsett á grundvelli pólitískra þvingunarskilmála"
Þetta er orðrétt upp úr blaðagrein núverandi fjármálaráðherra í Morgunblaðinu 24 janúar síðast liðinn.
Nú heitir þetta stórkostlegur árangur í samningum við Breta og Hollendinga.
Hver haldið þið að sé fyrirmyndin að Ragnari Reykás ?
Engin Icesave-greiðsla í 7 ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það sem ég skil ekki er að hvernig er hægt að semja um eitthvað sem er ekki á ábyrgð Íslands, Bretar settu jú hryðjuverkalög á Landsbankann, frystu alla eigur og yfirtóku bankann í Bretlandi og þá hefði ég haldið að ábyrgðin væri þeirra þar sem þetta er jú eignarupptaka Breta á bankanum og það á við bæði skuldir og eignir, alveg furðulegt að bjóðast til að borga eitthvað sem okkur varðar ekkert um.
Sævar Einarsson, 5.6.2009 kl. 15:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.