Landráð ??
5.6.2009 | 15:30
"Taki tryggingarsjóður hinsvegar við skuldunum er ljóst að þá verður ekki aftur snúið: Þá hefur þjóðin endanlega verið skuldsett á grundvelli pólitískra þvingunarskilmála"
Þetta er orðrétt upp úr blaðagrein núverandi fjármálaráðherra í Morgunblaðinu 24 janúar síðast liðinn.
Nú hefur hann fengið umboð til að klára málið á þessum nótum og fagnar því.
Hver haldið þið að sé fyrirmyndin að Ragnari Reykás ?
Steingrímur fær fullt umboð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það sem ég skil ekki er að hvernig er hægt að semja um eitthvað sem er ekki á ábyrgð Íslands, Bretar settu jú hryðjuverkalög á Landsbankann, frystu alla eigur og yfirtóku bankann í Bretlandi og þá hefði ég haldið að ábyrgðin væri þeirra þar sem þetta er jú eignarupptaka Breta á bankanum og það á við bæði skuldir og eignir, alveg furðulegt að bjóðast til að borga eitthvað sem okkur varðar ekkert um.
Sævar Einarsson, 5.6.2009 kl. 15:51
Þetta mál þarf að sækja fyrir Evrópurétti í það minnsta. Er enginn kjaftur þarna í stjórnmálum með þann dug í sér að framkvæma það.
Rúnar Þór Þórarinsson, 5.6.2009 kl. 15:56
Ég tók eftir að þú styður Framsókn - Landráðin (það að koma okkur í þessa helvítis vitleysu) átti sér stað á ykkar vakt í ríkisstjórnum Íslands.
Hörmungarnar skrifast því á þig. Hér er verið að reyna að leysa vandamálin, ekki koma okkur í þau.
Rúnar Þór Þórarinsson, 5.6.2009 kl. 15:59
Rúnar !!!
Landsbankinn var tekinn yfir í skjóli hryðjuverkalaga. Menn koma svo ekki eftirá og segja við tókum ekki skuldbindingarnar yfir. Bankinn var eyðilagður og það er á ábyrgð Breta en ekki Íslendinga. Að viðurkenna annað eru landráð.
Hefur ekkert með forsöguna að gera, en við getum alveg rætt hana á öðrum vettvangi.
G. Valdimar Valdemarsson, 5.6.2009 kl. 16:04
Hefur ekkert með forsöguna að gera?
Landsbankinn var einmitt upphaflega "tekinn" ekki bara í skjóli framsóknar heldur af framsóknarmönnum, ásamt reyndar Búnaðarbankanum.
Hryðjuverkalögin voru samin með fulltingi stjórnmálamanna Framsóknar og Sjálfstæðisflokks og til að krydda það ákváðu leiðtogar þínir yndislegir að samþykkja líka einsog eitt stykki stríð fyrir hönd okkar íslendinga, stríð sem byggt var á lygum og blekkingum.
Það fer því vel á því að allt sem þessir tveir flokkar standa fyrir er hrunið, og þeir afsöluðu stjórn landsins og frömdu his raunverulega landráð með að hvetja til og þrýsta á að IceSave reikningarnir voru stofnaðir þegar þeim var bent á reglurnar í alþjóðlegum bankaviðskiptum, reglur sem þeir og lakáar þeirra voru að þverbrjóta. Reglur sem þeir settu inní íslenskt kerfi og viðurkenndu aðild okkar að en láðist að spila eftir þeim.
Bankinn var ónýtur og hefði ekki lifað lengi, Bresk stjórnvöld voru að verja hagsmuni þegna sinna einsog okkar stjórnvöld hefðu þurft að gera. Þar eru landráðin, ekki neinsstaðar annarsstaðar.
Það segir sig sjálft að lög einsog hryðjuverkalög eru almennt í sögunnar ljósi misnotuð, það vitum við með Mcarthy tímann og hleranir á kommum hérlendis.
Við erum í skítamálum, en skaðinn er svo löngu skeður.
Svo er frekar bitlaust að beita upphrópunum í rituðu máli...nema um handrit sé að ræða.
Einhver Ágúst, 5.6.2009 kl. 20:02
"Hryðjuverkalögin voru samin með fulltingi stjórnmálamanna Framsóknar og Sjálfstæðisflokks" ? mikill er máttur Framsóknar og Sjálfstæðisflokks ef þeir eru farnir að setja lög í Bretlandi ... Maður þarf ekki að kunna að kljúfa atóm til að skilja það að ef ríki tekur eigur annarra eignarnámi þá fylgir með allur pakkinn svo ábyrgð okkar er enginn og svo ætlar Bretar að grenja í okkur að borga þær skuldir og eignir sem þeir tóku eignarnámi, halló Hafnafjörður ... maður tryggir ekki eftir á stendur einhverstaðar, þetta eru þeirra afglöp svo þeir geta étið það sem úti frýs og svo skulda þeir okkur ca 3200 milljarða fyrir að hafa rakkað þjóðina niður á alþjóðagrundvelli með setningu hryðjuverkalaga og það á herlaust land(þeir eru kannski ennþá hræddir við Landhelgisgæsluna eftir þorskastríðið?). Það er alger aumingjaháttur, getuleysisgangur og gunguháttur í þessari ríkisstjórn að draga ekki Bretland fyrir alþjóðlega dómstóla fyrir þann gjörning, sleikjuhátturinn og ESB ljósið byrgir SF draslinu algerlega alla sýn.
Sævar Einarsson, 5.6.2009 kl. 22:48
Nei máttur þeirra fer nú sem betur fer þverrandi en það eru víst ennþá rúm 30% þjóðarinnar sem velja þessa tvo flokka og það hræðir mig soldið.
Bretar hafa boðist til að aflétta þessum frystingum og gefið okkur 7 ár til að koma þeim í verð, og jú Sævar ábyrgð okkar er mikil, við dönsuðum með gullkálfinum og öllum nöktu keisurunum lengi og súpum nú seyðið og það er full seint að þykjast saklausir.
Hryðjuverkalögin eru alþjóðlegt fyrirbæri unnin í skjóli "vinaþjóða" með sameiginlegann óvin í huga, DO og HÁ með sterkum BB voru fullir þáttakendur í þeim leik með sína fínu umsókn í öryggisráðið í hga og að samþykkja svo fyrir mína hönd og þína stríði í Írak sem byggt var á lygum og blekkingum sem við vitum jú í dag.
Geir Haarde fékk nú líka sinn séns til að draga þá fyrir dómstóla en sá hag okkar bestann í því að alda kjafti bara, hann vissi einsog ég að hryðjuverkalögin er skotheld fyrir þann sem beitir þeim og götótt fyrir þann sem fyrir þeim verður, nóg að hafa vafa og einsog eitt arabískt eða rússnesk nafn, þessi vafi var til staðar með íslenskt fyrirtæki á okkar ábyrgð sem jú stóðu í vafasömum viðskiptum við araba og rússa. Sem eru jú að sjálfsögðu alltaf vondu kallarnir.
Eitt í þessu er samt blóðugt, Bretar hafa leikið þennann leik áður en þá gegn risastórri hernaðarþjóð sem heitir Þýskaland, með miklum tilkostnaði og ógeðslegu stríði sem var háð af hungri og vosbúð og miklu hatri og klofningi heillar þjóðar. Nú eru þeir snjallari og leggja svipaðr refsiaðgerðir gegn herlausri smáþjóð og komast upp með það.
Það þýðir lítið fyrir okkur að vera saklaus eftirá, en byggjum hér saman upp landið okkar og tryggjum að svona lagað gerist ekki aftur.
Tek það hérmeð fram að ég er enginn ESB sinni og tel okkur vest borgið utan þess en þarf samt ekkert að vera í neinu stríði við þá sem er mér ósammála, ég reysti því að þegar upplýsningarnar koma fram um kosti og galla þess að vera í ESB muni þjóðin segja nei takk. En að halda að SF sé svístvitandi að samþykkja þessi lán til að komast í ESB er frekar þunnt.
Friðarsinni klauf atómið en það er það eina sem ég á sameiginlegt með honum, enda bara kokkur.
Einhver Ágúst, 6.6.2009 kl. 11:17
Í 5. grein stofnsáttmála North Atlantic Treaty Organization eða Atlantshafsbandalagið (NATO) eins og við þekkjum það í daglegur tali stendur meðal annars að sé ráðist á eitt bandalagsríki í Evrópu eða Norður-Ameríku jafngildi árás á þau öll. Þar sem við erum aðilar að NATO og Bretland líka þá finnst mér það verulega hæpið bæði lagalega séð og hernaðarlega séð að þeim sé það heimilt að beita slíkum lögum á herlaust land og land sem er í NATO, Ísland var stofnaðili Atlantshafsbandalagið 1949
Sævar Einarsson, 6.6.2009 kl. 11:59
Já við urðum stofnaðilar stríðsbandalags með blóði okkar eiginn þegna gegn betri vitund þjóðarinnar, það var nú allt sjáfstæði sjálfstæðisflokksins..
En hvað er punkturinn hjá þér? Að bretar séu að ráðast á sjálfa sig, þeir eru jú líka í NATO ekki satt?
Hvað er líka herlaust land að asnast í NATO?
Einhver Ágúst, 6.6.2009 kl. 12:38
Ég held með þér Ágúst Már...
...og ég held líka svolítið með ykkur hinum. Aðra hverja línu eða svo!
Rúnar Þór Þórarinsson, 8.6.2009 kl. 22:20
Einmitt, ég held með öllum, langar samt lítið að leyfa stjórnmálamönnum að kljúfa þessa þjóð í herðar niður og skilja okkur eftir í stríðandi fykingum.
Einhversstaðar kemur sá tímapunktur að við verðum ða horfast í augu við skaðann og byrja að byggja á rústunum, því rústir eru þetta, andlega siðferðilega og líkamlega(fjárhagur og fæða)
Einhver Ágúst, 8.6.2009 kl. 22:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.