Ljótt ef satt er
16.6.2009 | 13:17
Gatið sem brúa þarf er sagt vera 20 milljarðar og það er allt brúað með því að auka byrðarnar á fjölskyldurnar og fyrirtækin. Ekkert gert til að líta í eigin barm og draga úr ríkisútgjöldum.
Ríkisstjórnin fær fólkið í landinu ekki með í þessa vegferð ef hún tekur ekki almennilega til í rekstri ríkissjóðs. Það mætti byrja á að taka til baka fjölgun ráðherra sem varð þegar stjórnin varð meirihlutastjórn. Tilgangurinn með fjölguninni virðist aðeins hafa verið að friða tvo eða þrjá þingmenn.
Einfaldar aðgerðir í sparnaðarátt gætu verið að sameina sjávarútvegs, landbúnaðar og iðnaðarráðuneyti í eitt ráðuneyti og fækka þar um einn ráðherra og heila yfirstjórn í einu ráðuneyti.
Næsta aðgerð væri svo að sameina dóms og kirkjumál við samgöngu og sveitarstjórnarmál í einu innanríkisráðuneyti og þar væri búið að fækka um aðra heila yfirstjórn í ráðuneyti.
Svona aðgerðir eru líklegar til að fá fólkið með og sína í verki að ríkisstjórnin skilur vandan og er tilbúin til að taka til hendinni.
Önnur aðgerð væri svo að segja upp öllum spunameisturunum sem eru komnir á spena hjá ríkissjóði í þeim eina tilgangi að forsvarsmenn ráðuneyta og stofnanna þurfi ekki að horfast í augu við fjölmiðla og almenning og svara erfiðum spurningum.
Skattahækkanir úr ríkisstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.