Hvernig væri að Gylfi svaraði eftirfarandi spurningum
2.7.2009 | 14:32
Gjaldeyrisafgangur af viðskiptum við útlönd á einu ári hefur aldrei náð því að verða helmingur þess sem vænta má að þurfi að greiða í afborganir og vexti af IceSave á ári í 8 ár.
Ríkisstjórnin þarf því að svara eftirfarandi:
- Hvernig á að ná nægum afgangi á viðskiptum við útlönd að 7 árum liðnum til að standa undir afborgununum og vöxtum?
- Hvernig á að viðhalda þeim árangri í 8 ár til að tryggja að ekki verði greiðslufall?
- Hvernig ætlar ríkið að ná í sinn hlut öllum tekjuafgangi af viðskiptum við útlönd til þess að hafa þann gjaldeyri sem þarf til að greiða af samningum?
- Hvernig á að greiða af öðrum skuldbindingum ríkissjóðs, sveitarfélaga og fyrirtækja á sama tíma og greitt er af IceSave samningnum?
- Hvert verður gengi krónunnar ef ríkið, sveitarfélög og fyrirtæki berjast um allan gjaldeyri sem til fellur til þess að standa við sýnar skuldbindingar?
Þessar upplýsingar geta varla verið neitt leyndarmál.
![]() |
Verður þjóðinni ekki ofviða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Nákvæmlega!
Hjörtur J. Guðmundsson, 3.7.2009 kl. 15:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.