Tillaga til auðvelda lestur skjala frá Seðlabankanum.

Þegar Seðlabanki Íslands gerir menn út af Örkinni til þess að fara á fund þingnefndar og gefa þar álit er eðlilegt að gera ráð fyrir að valdir séu til fararinnar menn sem njóta trausts bankans og að bankinn hafi lesið yfir og gefið samþykki sitt fyrir þeim gögnum sem þeir leggja þar fram.

Í ljósi þessarar uppákomu hlýtur Seðlabankinn að gefa út lista yfir þá starfsmenn sem tala fyrir hönd bankans og hverjir eru aðeins að lýsa einkaskoðunum þegar þeir koma fram fyrir hönd bankans. 

Það væri líka æskilegt að til væru  tveir bréfshausar í bankanum, einn fyrir raunverulega skoðun bankans og annar fyrir skjöl sem innihalda bara einkaskoðanir starfsmanna bankans.  Það mætti hafa þá eins en í sitt hvorum lit.  Þó er mikilvægt að á öllum blöðum frá bankanum komi fram að ef liturinn er t.d. blár þá er það einkaskoðun þess sem skrifaði skjalið en ef hann er rauður þá er það viðurkennd skoðun bankans.

Ríkisstjórnin gæti svo tekið upp svipuð vinnubrögð þannig að skjöl í stjórnarráðinu verði auðkennd t.d. með rauðum haus ef það er skoðun Samfylkingarinnar sem þar kemur fram og með grænum ef það er skoðun VG.


mbl.is Krefst þess að Árni Þór biðjist afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Ekki svo galin hugmynd. En hvernig færi með græna litinn ef VG og Framsókn lentu saman í stjórn?

Emil Örn Kristjánsson, 14.7.2009 kl. 16:42

2 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Ég hef ekki stórar áhyggjur af því þar sem til eru tugir ræðna fluttar á Alþingi þar sem þingmenn og ráðherrar Framsóknarflokksins hafa svarað ítrekuðum beiðnum VG og Samfylkingar um pólitísk afskipi af stofnunum sem undir þá heyra með því að benda á sjálfsstæði þeirra og að þeir sem stjórnmálamenn segi þeim ekki fyrir verkum.

G. Valdimar Valdemarsson, 14.7.2009 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband