Óskhyggja

Álitið er upp fullt af óvissuþáttum.  Ef heimavinnan hefði verið unnin áður en samningurinn var undirritaður í skjóli nætur hefði eflaust aldrei komið til undirritunar.  Menn teygja sig ansi langt í forsendum til að rökstyðja það að kannski sé hægt að standa við skuldbindingarnar.  

Það virðist heldur ekkert rætt um aðrar skuldbindingar sem þarf að standa við á sama tíma og IceSave.  Þessi samningur er ekki eina erlenda skuld þjóðarbúsins heldur ein af mörgum og það þarf að skoða allar skuldbindingarnar og segja þjóðinni hve hátt hlutfall þjóðarframleiðslu fer í að greiða alla gjalddaga á hverju ári en ekki bara vegna IceSave.

Svo má setja stórt spurningamerki hvort hlutfall af þjóðarframleiðslu segi nokkuð til um hvort við getum staðið við greiðslur í erlendri mynt. 

Að lokum vantar inn í þessa greinargerð alla vinnu við mismunandi þróun eftir því hvernig krónan þróast á tímabilinu og hvaða afleiðingar það hefur ef við tökum upp Evru eða aðra mynt.  Hvaða áhrif hefur skuldastaðan á væntanlegan stöðuleikasamning sem gerður verður sem hluti af aðildarsamningi við ESB?

Það blasir við að þetta er pöntuð niðurstaða þar sem menn forðast að spyrja erfiðra spurninga og tipla á tánum í kringum hlutina í þeirri von að enginn fréttamaður fari nú að grafa dýpra.


mbl.is Skuldin 340 milljarðar 2015
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Mér sýnist sem aðeins sé gert ráð fyrir lækkun skulda ríkissjóðs og Seðlabanka, en aðrir verði áfram í skuldum upp fyrir haus.  Greiða á niður ríkisins um 796 milljarða en annarra um 57 milljarða!

Marinó G. Njálsson, 15.7.2009 kl. 17:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband