Endalaust undanhald
25.8.2009 | 09:34
Héldu menn því ekki fram að það væri komin samstaða allra flokka nema Framsóknarflokks um fyrirvara sem héldu og tryggðu hagsmuni Íslands. Þannig var staðan fyrir aðra umræðu. Nú er enn verið að reyna að plástra fyrirvarana en það er engin trygging í hendi fyrir því að þeir haldi og tryggi hagsmuni þjóðarinnar.
Steingrímur J skipaði óhæfa samninganefnd og það er löngu tímabært að blása þennan samning af og skipa nýja nefnd sem gerir sér grein fyrir alvöru málsins. Og tala nú ekki um, sem er með formann sem nennir að vinna málið allt til enda.
Ríkisábyrgðin falli niður 2024 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.