Nú hefst sýningin

Nú þegar sér fyrir endann á IceSave málinu er fyrirsjáanleg flugeldasýning fjármálaráðherra og ríkisstjórnarinnar.   Lán til Landsvirkjunar, Orkuveitu Reykjavíkur og fleiri aðila sem beðið hafa tilbúin til afgreiðslu í vikur og mánuði fást nú flutt til landsins.

Ég velti því fyrir mér hver var og er tilgangur fjármálaráðherra með því að hanga á þessum lánum og beita lögum um gjaldeyrishöft til að koma í veg fyrir afgreiðslu þeirra.  Var það til þess að skapa pressu innanlands á að IceSave samningurinn verði afgreiddur, eða er tilgangur bara að skjóta pólitískar keilur?

Sama hvort er, þá hefur fjármálaráðherra og Seðlabanki verið Þrándur í Götu þessara lána og þannig skaðað fyrirtækin, íslenskt efnahagslíf og almenning í landinu. 

Væntanleg flugeldasýning ríkisstjórnarinnar þegar lánin koma inn í hagkerfið með þeim jákvæðu áhrifum sem það hefur á atvinnustig og gengi krónunnar er kannski ástæða þess að Seðlabankinn frestar því að birta hagtölur.  

Nú eru spunameistararnir farnir að verða þjóðinni dýrir þykir mér.


mbl.is 10 vikna umfjöllun að ljúka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband