Lög eru lög

Það eru lög í landinu sem segja að fari menn á hausinn með fyrirtæki þá eigi þeir ekki að koma nálgægt fyrirtækjarekstri í ákveðinn árafjölda á eftir.  Þessir feðgar hafa sett fleiri fyrirtæki í þrot og eiga ekkert inni hjá þjóðinni.   Þeir eiga ekki skilið nokkra sérmeðhöndlun.   Hagar eru einokunarhringur sem nauðsynlegt er að brjóta upp. 
mbl.is Munu ekki þurfa að afskrifa neitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Hvar ætla bónusfegðgar að fá þennan 7,5 milljarð?

Er hann inn á reikningi á Tortola? 

Guðmundur Pétursson, 16.11.2009 kl. 21:11

2 Smámynd: P.Valdimar Guðjónsson

Firringin teygir sig víða, en feðgarnir slá þó öll met.   Jói er reyndar bara púra kaupmaður en sonurinn ýtinn og glannalegur áhættusækinn ævintýramaður til skamms tíma.   Hvort þeir hangi á þessu hálmstrái er í annara höndum.

P.Valdimar Guðjónsson, 16.11.2009 kl. 21:30

3 Smámynd: Billi bilaði

Sammála. En, hvernig útskýrir þú þá kennitöluflakk undanfarinna ára, svona almennt séð? Eru það eftirlitsaðilar að bregðast? Eru þetta sem sagt "puntlög", er ég kannski að spurja.

Billi bilaði, 16.11.2009 kl. 23:13

4 Smámynd: Sveinbjörn Ragnar Árnason

15.11.2009

Mótmæli: Samstöðu fundur kl 12:00 þriðjudag...

Nýtt  Ísland boðar til mótmæla og samstöðu fundar kl 12:00 n.k. þriðjudag fyrir framan Félagsmálaráðuneytið Tryggvagötu.


 Sveinbjörn Ragnar ÁrnasonVið mótmælum vilja og aðgerðarleysi ríkisstjórnar í garð heimilanna í landinu sem eru að verða fyrir þeirri mestu kjaraskerðingu sem um getur.  Kjaraskerðing í formi hækkunar lána og eignabruna.

Bankarnir taka yfir  húsnæðislán með 44% afföllum, en ekkert er í boði fyrir hinn almenna nema að lengja í lánum.

Verðtrygging  afnumin strax.  Það tók ríkisstjórnina ekki nema 15 mínútur  að tryggja fjármagnseigendur í bankahruninu og því er krafan sú sama hjá heimilunum í landinu,  að þeim verði bjargað strax.

Við krefjumst þess að öll húsnæðislán verði færð til ármóta 2007-2008.  


Lántakendur nú stöndum við saman, þannig náum við réttlætinu fram. Mætum og stöndum saman.

Sveinbjörn Ragnar Árnason, 16.11.2009 kl. 23:23

5 Smámynd: Einar Guðjónsson

Þessi lög sem þú vísar til er nú hvergi að finna.

Hlutafélög mega vel fara á hausinn og í raun bara eðlilegt að þau geri það, sérstaklega á Íslandi þar sem allt er andsnúið þeim í samanburði við næstu nágranna okkar. Aðilar að hlutafélagi  sem fer á hausinn mega vel koma nálægt  rekstri í öðru félagi.

Einar Guðjónsson, 17.11.2009 kl. 10:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband