Lög eru lög
16.11.2009 | 20:57
Það eru lög í landinu sem segja að fari menn á hausinn með fyrirtæki þá eigi þeir ekki að koma nálgægt fyrirtækjarekstri í ákveðinn árafjölda á eftir. Þessir feðgar hafa sett fleiri fyrirtæki í þrot og eiga ekkert inni hjá þjóðinni. Þeir eiga ekki skilið nokkra sérmeðhöndlun. Hagar eru einokunarhringur sem nauðsynlegt er að brjóta upp.
Munu ekki þurfa að afskrifa neitt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hvar ætla bónusfegðgar að fá þennan 7,5 milljarð?
Er hann inn á reikningi á Tortola?
Guðmundur Pétursson, 16.11.2009 kl. 21:11
Firringin teygir sig víða, en feðgarnir slá þó öll met. Jói er reyndar bara púra kaupmaður en sonurinn ýtinn og glannalegur áhættusækinn ævintýramaður til skamms tíma. Hvort þeir hangi á þessu hálmstrái er í annara höndum.
P.Valdimar Guðjónsson, 16.11.2009 kl. 21:30
Sammála. En, hvernig útskýrir þú þá kennitöluflakk undanfarinna ára, svona almennt séð? Eru það eftirlitsaðilar að bregðast? Eru þetta sem sagt "puntlög", er ég kannski að spurja.
Billi bilaði, 16.11.2009 kl. 23:13
Mótmæli: Samstöðu fundur kl 12:00 þriðjudag...
Nýtt Ísland boðar til mótmæla og samstöðu fundar kl 12:00 n.k. þriðjudag fyrir framan Félagsmálaráðuneytið Tryggvagötu.
Við mótmælum vilja og aðgerðarleysi ríkisstjórnar í garð heimilanna í landinu sem eru að verða fyrir þeirri mestu kjaraskerðingu sem um getur. Kjaraskerðing í formi hækkunar lána og eignabruna.
Bankarnir taka yfir húsnæðislán með 44% afföllum, en ekkert er í boði fyrir hinn almenna nema að lengja í lánum.
Verðtrygging afnumin strax. Það tók ríkisstjórnina ekki nema 15 mínútur að tryggja fjármagnseigendur í bankahruninu og því er krafan sú sama hjá heimilunum í landinu, að þeim verði bjargað strax.
Við krefjumst þess að öll húsnæðislán verði færð til ármóta 2007-2008.
Lántakendur nú stöndum við saman, þannig náum við réttlætinu fram. Mætum og stöndum saman.
Sveinbjörn Ragnar Árnason, 16.11.2009 kl. 23:23
Þessi lög sem þú vísar til er nú hvergi að finna.
Hlutafélög mega vel fara á hausinn og í raun bara eðlilegt að þau geri það, sérstaklega á Íslandi þar sem allt er andsnúið þeim í samanburði við næstu nágranna okkar. Aðilar að hlutafélagi sem fer á hausinn mega vel koma nálægt rekstri í öðru félagi.
Einar Guðjónsson, 17.11.2009 kl. 10:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.