50 milljarðar á ári fyrir utan vexti.

Í þessu uppgjöri er gert ráð fyrir því að bankinn greiði í erlendri mynt sem svarar til 50 milljarða á ári í 5 ár að viðbættum vöxtum af 247 milljarða láni í 10 ár.    Þennan gjaldeyri þarf að sækja á markað á sama tíma og ríkið verður að greiða af IceSave. 

Nema að til standi að bankinn fari aftur í útrás og sæki sér fjármagn t.d. með nýjum IceSave reikningum.   Hver veit ?


mbl.is Heildareignir Landsbankans 944 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sæll, já maður er nú ekki alveg að skilja þessa aðferðarfræði sem er verið að beita hér.. Það er eins og allt sé gert til að bjarga einhverju fyrir horn, sem krefst svo athugunar og breytingar strax daginn eftir liggur við að maður segir.. Vil þjóðin þennan skulduga banka sem ríkisbanka... eru ekki allar Icesave kröfur á þennan banka.. banka sem er að setja sig í ábyrgð fyrir öllum skuldum gamla bankans... ég spyr mig líka núna.. hvers virði er þessi nýji banki... Kveðja.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 16.12.2009 kl. 12:00

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Jamm, og ríkið lætur sem því komi ekki við, hvort fyrirtæki og aðrir aðilar en ríkið, þurfi á sama tíma og það, að afla sér erlends gjaldeyris fyrir sínum skuldum.

------------------------------------

 Steingrímur skilur greinilega ekki, að ef verður af þessum sökum mikið af gjaldþrotum aðila, þá mun það hafa mjög öflug sjálfstæð samdráttaraukandi áhrif, á hagkerfið - alveg, burtséð frá öllum hinum bremsunum, sem eru á því.

Einar

Einar Björn Bjarnason, 19.12.2009 kl. 20:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband