Bloggfærslur mánaðarins, júní 2010
Forstjóri Neytendastofu á að segja af sér.
23.6.2010 | 10:31
Það er skrýtið að lesa haft eftir forstjóra Neytendastofu að stofan hefði lítið geta gert vegna ólöglegra lána vegna þess að neytendur voru svo ánægðir með lánin. Yfirlýsingin er hreint ótrúleg og vekur upp spurningar hvort maðurinn sé á réttri hillu í sýnu starfi.
Forstjórinn lítur á það sem hlutverk sitt að bíða eftir kvörtunum og fylgja málinu síðan eftir, en ekki að tryggja að farið sé að lögum og reglum á neytendamarkaði. Það er semsagt allt löglegt samkvæmt neytendastofu ef enginn kvartar.
Í samfélaginu eru margar stofnanir sem taka eftirlitshlutverk sitt alvarlega og grípa inn í ef ekki er farið að settum leikreglum og stundum verða þessar stofnanir óvinsælar fyrir vikið. En það er þeirra hlutverk að fyrirbyggja slys og það er tekið hátíðlega.
Neytendastofa lítur greinilega öðrum augum á málið þrátt fyrir ákvæði t.d. í 25 gr. laga um neytendalán þar sem segir
"25. gr. Neytendastofa annast eftirlit með ákvæðum laga þessara. Ákvæði laga um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og gagnsæi markaðarins gilda um úrræði Neytendastofu og málsmeðferð."
Hér er skýrt tekið fram að Neytendastofa annist eftirlit með ákvæðum þessara laga. Það hlýtur að fela í sér meiri skyldur en bara að sitja og bora í nefið þar til einhver leggur fram kvörtun.
Fjarvera neytendastofu úr umræðunni um skuldastöðu heimillanna, forsendubrest vegna stöðutöku bankanna gegn krónunni og ólöglegra erlendra lána er hrópandi. Neytendur á Íslandi eiga skilið betri embættismenn sem tala þeirra máli og sinna sínum störfum. Embættismenn sem velja ekki bara auðveldu leiðina til að komast hjá vinnu eða umræðu.
Auðvitað er Ögmundur á móti - nema hvað ?
19.6.2010 | 12:12
![]() |
Ekki til í þjóðstjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
svik á svik ofan
16.6.2010 | 12:00
Var ekki gert samkomulag um dagskrá þingsins í gær ? Stóðu formenn og þingflokksformenn ekki að því samkomulagi?
Er aldrei hægt að vinna nokkurn skapaðan hlut af viti þarna niðri á Alþingi ?
![]() |
Vilja ESB-málið á dagskrá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |