Er Seðlabankastjóri formaður bak við tjödlin

Það hvíslaði að mér lítil mús að það gæti verið að alkunn andúð Davíðs Oddsonar á einstaklingum í fjármálalífi landsins sé rótin á bak við sinnaskipti flokksins varðandi útrásina í Orkugeiranum.   Getur það verið að klöguskjóðurnar í borgarstjórnarhópi íhaldsins séu að ganga erinda seðlabankastjórans og Vilhjálmur sé fórnað til að Davíð geti komið höggi á einstaklinga sem honum er illa við.   Það vekur allavega athygli yfirklór hinna ýmsu íhaldsmanna þessa dagana.   Samþykktir undanfarinna ára eru gerðar ómerkar og talað um að þær samrýmist ekki grundvallarstefnunni.  Sjálfstæðisflokkurinn er ekki merkilegri flokkur en það að það virðist hægt að senda sms og breyta grundvallarstefnunni bara eftir því hvernig viðrar í pólitíkinni á hverjum tíma.   Nú er svo komið að innan flokksins ræður glundroðinn ríkjum, hægri höndin veit ekki hvað sú vinstri gerir og flokksmenn hlaupa út um víðan völl eins og hauslaus her.

Björn Ingi stendur með pálmann í höndunum enda fylgt markaðir stefnu framsóknarmanna til fjölda ára í málefnum OR.   Sjálfstæðismenn eru einangraðir í afstöðu sinni og þeir hljóta að taka til í sýnum ranni til að bjarga andlitinu og meirihlutanum.   Málefni OR eru mikilvægari en svo að  menntaskólafrjálshyggjan eigi að ráða þar ríkjum.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband