Þetta er svo niðurlægjandi !!!!!!!!!

Fyrirsögnin er blogg formanns ungra jafnaðarmanna um fréttina „Nýtt álver gæti aukið hagvöxt“

Það hlýtur að vera öllum sem fjalla um stöðu efnahagsmála og atvinnulífs áhyggjuefni þegar ungir stjórnmálamenn láta tilfinningarnar ráða en ekki rökin í stjórnmálaumræðu.  Í áratugi hafa menn barist við að auka fjölbreytni í atvinnulífi landsbyggðarinnar og hvernig nýta má þær auðlyndir sem einstök svæði hafa uppá að bjóða.   Þegar stjórnmálamenn sem vilja láta taka sig alvarlega hafa ekkert málefnalegra til málanna að leggja en þetta er ekki nema von að illa gangi.  Staða efnahagsmála á Íslandi í dag er grafalvarlegt mál, það eru líkur á fjöldaatvinnuleysi sem kann að leiða til gjaldþrota fjölmargra heimila með þeim fjölskylduharmleikjum sem því fylgja.  Vonandi er þessi skoðun ekki almenn innan ungra jafnaðarmanna og Samfylkingarinnar.  Þá er illa komið fyrir þjóðinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband