Samkeppniskilyrði á húsnæðismarkaði jöfnuð.

Jahá,  þetta þýðir væntanlega að formaður Samfylkingar telur að Íbúðalánasjóður hafi forskot á bankana í húsnæðismarkaði og það sé mikilvægt hlutverk jafnaðarmanna í stjórn landsins að binda hendur Íbúðalánasjóðs til að tryggja að hann bjóði nú ekki fólkinu betri kjör en bankarnir. 

Það á að jafna aðstöðu hinna ríku til að arðræna húsnæðiskaupendur í skjóli okurvaxta.  Það á að taka Íbúðalánasjóð af markaði eða takmarka möguleika hans til að lána til almennings og setja þannig landsbyggðina út á guð og gaddinn.

Jafnaðarmennskan hjá formanni Samfylkingarinnar er fyrir hina ríku og kostnað hinna efnaminni. Samfylkingin er komin í einhverskonar keppni við Sjálfstæðisflokkinn í því hver getur gengið lengra í áttina til hægri í efnahagsstjórn.    Það á að styrkja félagslegt hlutverk Íbúðalánasjóðs, en það á að fórna Jóni og henni Gunnu.  Þau geta farið í bankann og undir merkjum jafnaðarmennskunnar greitt okurvexti af lánsfé til að koma sér upp þaki yfir höfuðið. 

Bankarnir hafa sýnt það og sannað að innkoma þeirra á húsnæðismarkaðinn var eingöngu til þess að koma Íbúðalánasjóði af markaði, losna við óæskilega samkeppni til að geta haldið arðráninu áfram og nú eftir 11 mánuði í stjórn hefur Samfylkingin ákveðið að ganga í lið með fjármagnseigendum og íhaldinu og "jafna samkeppnisskilyrði á húsnæðismarkaði"

Hvar er Jóhanna núna?  Íbúðalánasjóður er á forræði Samfylkingarinnar og það er hennar hlutverk að standa vaktina núna þegar formaðurinn er genginn í björg með íhaldinu.

 


mbl.is Samningur eflir traust og tryggir fjármálastöðugleika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband