Það er engin ástæða til bjartsýni

Forsætisráðherra er ekki að hugsa um fólkið í landinu.  Hann verður sér til skammar í útlöndum með yfirlýsingum sem eru úr öllum takti við raunveruleikan.  Talar um við og okkur án þess að tilgreina hverjir erum við, en það gerir Pétur Gunnarsson ágætlega hér.

 Ég legg til að við komum íhaldinu frá, því fyrr því betra.


mbl.is Væntingavísitalan lækkar um 17,9%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Kjartan Ingólfsson

Sæll félagi.

Sérð þú enga ástæða til að ætla að Framsóknarflokkurinn eigi þarna sök að hluta? Blaðran sem sprakk var jú blásin upp af Framsókn í tíð síðustu stjórnar - sem var að reyna að standa við gífuryrðin sem gefin voru í aðdraganda kosninganna þar á undan um annars vegar 2000 ný störf (les. framkvæmdir við Kárahnjúka og álverið á Reyðarfirði) og hinsvegar greiðara aðgengi að lánum til íbúðarkaupa? Komu þau ekki frá Framsókn? Þessi vandi sem við erum í er á ábyrgð síðustu ríkisstjórnar, ekki þeirrar er nú situr - það tel ég alveg ljóst. Hins vegar hefur sú núverandi vissulega staðið sig afleitlega í að bregðast við vandanum. Tek fram að ég myndi ekki undir nokkrum kringumstæðum kjósa Samfó - en hef kosið bæði íhald og framsókn í gegnum tíðina. Alþýðuflokkinn sáluga líka. En mér líst bara ekki á neitt núna - hjörð af vitleysingum bara.

Jón Kjartan Ingólfsson, 24.6.2008 kl. 20:53

2 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Sæll Jón, gott að fá tækifæri til þess að svara þessu.   Framsóknarmenn lofuðu 12.000 störfum til aldamóta fyrir kosningarnar 1995.  Það var alltaf ljóst frá upphafi að í lok framkvæmdatíma kæmi tímabil þar sem taka þyrfti á í hagstjórninni.  Það var ljóst að ríkið þyrfti að fara varlega í að auka útgjöld og þessvegna var það fullkomið óráð hjá núverandi ríkisstjórn að auka útgjöld fjárlaga sl. haust um 20% frá fyrri fjárlögum.  Fjárlögum sem Samfylking taldi þá fullkomlega óábyrg.  Framsókn varaði við þessu strax á sumarþini sl. sumar og það var ekki hlustað. 

Varðandi húsnæðismálin verður að halda því til haga að framsókn lagði til 90% lánshlutfall með hámarksláni sem yrði 90% af 4 herb. íbúð.   Þetta var hvorugt komið til framkvæmda þegar bankarnir komu inn á markaðinn, buðu 90% og jafnvel 100% lán og endurfjármögnun eldri lána sem aldrei stóð til hjá Íbúðalánasjóði.  Stjórnvöld höfðu gert ráð fyrir hæfara aukningu lánshlutfalls og hámarksláns þar til markinu yrði náð og tekið yrði tillit til efnahagsástandsins á hverjum tíma.  Þetta gerðu bankarnir ekki og Seðlabankinn kynnti undir vitleysunni með lækkun bindiskyldu og dældi þannig inn fjármagni á bálið.

G. Valdimar Valdemarsson, 24.6.2008 kl. 21:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband