Húsnæðisliðinn út úr vísitölunni

Núna þegar fyrirsjáanlegur er samdráttur í þjóðarframleiðslu og niðurfærsla kaupmáttar er eðlilegt að leiðrétta vísitölureikninga til samræmis við það sem viðgengst í þeim ríkjum sem við berum okkur saman við.   Með því að taka húsnæðisliðinn í núverandi mynd út úr vísitölunni afturvirkt og setja nýjan og réttari húsnæðislið inn færast lánin niður í samræmi við þjóðarbúskapinn.

Það virðist sem að Samfylkingin hafi gefist upp á setu sinni í ríkisstjórn.  Félagsmálaráðherra og bankamálaráðherra hafa engar tillögur fram að færa til að tryggja stöðu almennings í því ölduróti sem á  okkur skellur þessa dagana.

Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir vandaðar tillögur liggja á borðum ríkisstjórnar en ekkert gerist.   Hversvegna fær almenningur ekki að heyra þessar tillögur, á meðan farið er með þær eins og mannsmorð efast ég um að þingmaðurinn segi satt og rétt frá.   Almenningur þarf á aðgerðum að halda og ástandið yrði strax betra ef fólk hefði á tilfinningunni að það væri verið að vinna í málunum.

Ef ríkisstjórnin er ekki tilbúin að samþykkja "vandaðar tillögur" Samfylkingarinnar hversu lengi ætla ráðherrar flokksins þá að sitja?   Þar til almenningur er búinn að missa allt sitt ?


mbl.is Afbrigðileg fasteignaviðskipti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Viðar Friðgeirsson

Sammála þér. Þetta þarf að gerast strax og afturvirkt eins og þú segir og áður en fasteignir fólks hverfa í froðuna sem búið er að búa til með þessu bilaða kerfi.

Ég er líka sammála þér í því að því miður virðist Samfó alveg ráðþrota og gagnslaus í þessari ríkisstjórn og virðist hugsa meira um að bjarga eigin skinni heldur en koma með eitthvað vitrænt í stöðunni. Þingmenn þeirra tala út og suður svo engin leið er að átta sig á því hvort þeir eru að koma eða fara.

Það er þó ljóst að þessi málaflokkur er í þeirra höndum og við þurfum raunhæfar aðgerðir núna, ekki þegar allt er komið í strand og fólk búið að missa tökin á fjármálum sínum og fjöldagjaldþrot og eignamissir blasir við.

Viðar Friðgeirsson, 3.11.2008 kl. 14:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband