Stjórnarskrárbrot ?

Öll stærri mál er varða utanríkismál á að bera undir utanríkismálanefnd Alþingis.  Allir muna þann storm sem varð í þjóðfélaginu þegar tveir menn tóku ákvörðun um stuðning Íslands við innrásina í Írak og stór orð sem Samfylkingin hafði uppi í þeirri umræðu.

Nú hefur verið gert samkomulag við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn IMF sem er í það minnsta í 19 töluliðum.  Þetta samkomulag hefur ekki verið kynnt þjóðinni, Alþingi eða utanríkismálanefnd og er það klárt brot á þingskaparlögum en í 24 grein laga um þingsköp segir:

" 24. gr. Utanríkismálanefnd skal vera ríkisstjórninni til ráðuneytis um meiri háttar utanríkismál enda skal ríkisstjórnin ávallt bera undir hana slík mál jafnt á þingtíma sem í þinghléum. Nefndarmenn eru bundnir þagnarskyldu um þá vitneskju sem þeir fá í nefndinni ef formaður eða ráðherra kveður svo á."

Utanríkisráðherra hefur gleymt öllum Borgarnesræðum og fögrum fyrirheitum og framkvæmir hér fáheyrt lögbrot í skjóli þingmeirihluta sem hefur engan áhuga á að leikreglum samfélagsins sé fylgt.

Hér er augljóst brot lögum og forseti Alþingis verður að taka á þessu máli og sjá til þess að farið sé að lögum.  Annars verðum við almenningur í þessu landi að ákæra utanríkisráðherra fyrir brot á lögum og fara fram á lögreglurannsókn.   Ríkisstjórn er ekki í aðstöðu til að velja eftir hvaða lögum hún fer og hvað lög eru hundsuð.

Í 21 grein stjórnarskrárinnar eða kveðið á um að forseti geri samninga við önnur ríki að undangenginni meðferð samningsins á Alþingi.  Það blasir við að lögum um þinglega meðferð þessa samnings hefur ekki verið fylgt og því getur forseti ekki samþykkt samninginn við IMF.  Ríkisstjórnin hefur því sett forsetann í þá stöðu að ef hann samþykkir samninginn brýtur hann stjórnarskránna en 21 greinin er skýr að þessu leiti og hljóðar svo:

" 21. gr. Forseti lýðveldisins gerir samninga við önnur ríki. Þó getur hann enga slíka samninga gert, ef þeir hafa í sér fólgið afsal eða kvaðir á landi eða landhelgi eða ef þeir horfa til breytinga á stjórnarhögum ríkisins, nema samþykki Alþingis komi til."

Það er ekki um það deilt í dag að 19 töluliður samningsins felur í sér breytingar á stjórnhögum þar sem samið var um stýrivaxtahækkun sem troðið var ofan í Seðlabankann og hann neyddur til að samþykkja.  Það má því efast um lögmæti stýrivaxtanna og væri því engin ástæða fyrir fólk að greiða lögboðna dráttarvexti sem taka mið af ólöglegum stýrivöxtum.   

Almenningur á að setja fyrirvara um lögmæti dráttarvaxta og einhverjir góðir menn að taka sig saman um að höfða mál til að fá þeim hnekkt fyrir dómsstólum.   Ríkisstjórnin þarf að læra að hún situr í okkur umboði og að þér er þingræði og í gildi stjórnarskrá sem ekki er hægt að stinga undir stól.   Síst af öllu á svona tímum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Yngvi Ásgrímsson

Ertu virkilega að meina að ríkisstjórnin ætti að fara að segja satt um það hvað er að gerast?

Jónas Yngvi Ásgrímsson, 6.11.2008 kl. 20:51

2 Smámynd: Birgir Þorsteinn Jóakimsson

Vá!

Birgir Þorsteinn Jóakimsson, 7.11.2008 kl. 10:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband