Er glóra í þessu ?

Hvernig dettur mönnum í hug að mæla gjaldeyrisvaraforða í krónum?   Gjaldeyrisvaraforði er lager af peningum í erlendri mynt.  Lagerinn hvorki stækkar eða minnkar þó krónan veikist eða styrkist.  Krónan er engin mælikvarði á gjaldeyrisvarasjóðinn.   Þetta er svipuð hundalógík eins og að mæla vegalengdina frá A til B í skrefum.  Það fer eftir því hver skrefar hvað skrefin eru mörg en vegalengdin er reyndar alltaf sú sama.

Er nema furða þegar greiningardeildir og Seðlabanki beita sjálfa sig svona blekkingum að illa hafi farið ?


mbl.is Gjaldeyrisforði minnkar vegna styrkingar krónu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Það var ekki gjaldeyrisforðinn sem minnkaði, heldur verðgildi hans í íslenskum krónum.  Þetta er dæmi um dásemdir tölfræðinnar eða öllu heldur skilningsleysi þess sem skrifaði fréttina/fréttatilkynninguna.

Marinó G. Njálsson, 11.2.2009 kl. 16:18

2 Smámynd: Birgir Þorsteinn Jóakimsson

Já… en ef við ætluðum að kaupa bland í poka fyrir peninginn

í Hagkaupi og værum búin að skipta í íslenskar krónur, þá fengjum

við minna af nammi í pokan okkar. Annars verðum við að fara að

ræða málin G. Valdemar minn. Þetta er allt að fara að gerast.

Birgir Þorsteinn Jóakimsson, 15.2.2009 kl. 10:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband