Má Dagur fá 100 milljónir ?
27.5.2010 | 13:52
Það er fróðlegt að fylgjast með kosningabaráttunni í Reykjavík og þeim tvískinnungi sem Samfylkingin viðhefur í henni. Á þessu kjörtímabili hefur Dagur B. Eggertsson eytt miklum tíma í að ræða tengsl Óskars Bergssonar við Eykt og þá styrki sem Óskar fékk frá því fyrirtæki í prófkjöri 2006. Nú hefur verið upplýst að styrkur Óskars var 700 þúsund krónur og kostnaður við prófkjörið í heild um 1,5 milljónir.
Dagur fékk 5,6 milljónir og þar af um 3 milljónir króna frá lögaðilum í sitt prófkjör á saman tíma. Hann sér aftur á móti enga ástæðu til að draga sig í hlé. Hann gerir greinilega meiri siðferðiskröfur til annarra en hann gerir til sín. Þannig menn eru yfirleitt taldir stórhættulegir, menn sem telja að lög og reglur eigi bara við um aðra en ekki þá sjálfa.
Nú hefur frambjóðandi Samfylkingarinnar sagt að Steinunn Valdís eigi að segja af sér þingmennsku vegna styrkja og í því ljósi og í ljósi mýmargra ummæla Dags B um Óskar Bergsson væri ekki úr vegi að Samfylkingin gæfi út lista yfir siðferðisviðmið flokksins og hvaða einstaklingar eru undanþegnir þeim viðmiðum og þá hvort og hvaða viðmið gilda um menn eins og Dag B Eggertsson.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Góð og þörf ábending hjá þér Valdimar , en hitt er aftur önnur staðreynd , og það óumflýjanleg ; Óskar (m)átti fara og með s(hj)itt framapotarakaffiframboð til enda veraldar , ekki sakna ég hvorugs né vitsmunar viðkomandi .
Hörður B Hjartarson, 27.5.2010 kl. 15:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.