Stóra spurningin
16.5.2007 | 10:34
Stjórnarandstaðan boðaði stjórnarskipti í kosningunum 12 maí. Stóra spurningin sem lögð var fyrir þjóðina var hvort hún vildi frekar meirihluta kaffibandalagsins eða meirihluta íhalds og framsóknar. Svar þjóðarinnar er komið og þá ætla bæði Samfylking og VG að breyta spurningunni eftir á, það kallast fölsun, svik við kjósendur eða bara tækifærissinnar.
Eitt í dag annað á morgun.
Stjórnarandstaðan viðraði aldrei þann möguleika við kjósendur þessa lands að þeir vildu skipta um sæti við framsóknarmenn í ríkisstjórn. En nú sækja bæði VG og Samfylking það fast. Eru það engin svik við kjósendur? Hafa vinstri menn keypt sér aflátsbréf í bunkum og leyfi til að svíkja kjósendur hægri vinstri á meðan þær hrakyrða framsóknarmenn fyrir að halda áfram í stjórnarsamstarfi. Þriðjungur kjósenda vilja þessa stjórn áfram, þriðjungur vill að framsóknarmenn standi upp og hleypi Samfylkingu að.
Dettur nokkrum í hug að framsóknarmenn eigi að hlusta frekar á þann þriðjung sem vill þá ekki, en þann sem vill þá í ríkisstjórn? Myndu einhverjir gera þá kröfu til annarra flokka að hlusta frekar á þá sem kusu þá ekki en þá sem kusu þá? Hvaða endaleysa er þetta. Vinstri menn er dæmdir í stjórnarandstöðu í önnur 4 ár og þeir verða bara að læra að lifa með því og haga sér eins og vitiborið fólk og láta af skítkasti, brigslyrðum og sorakjafti. Það færir þá ekkert nær því að sitja í ríkisstjórn.
Svo einfalt er nú það.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sammála.
Takk fyrir með kveðju
Sigríður Laufey Einarsdóttir, 16.5.2007 kl. 10:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.