Að gera eitthvað eða telja sig vera að gera eitthvað
14.6.2007 | 12:52
Kristján Möller samgönguráðherra hefur verið upptekinn við það undanfarna daga að éta ofan í sig yfirlýsingar sínar úr kosningabaráttunni og úr ræðu stól á Alþingi á síðasta kjörtímabili. Hann kemur því samt í fréttir RÚV í dag að hann "TELUR SIG VERA AÐ VINNA AÐ VAÐLAHEIÐARGÖNGUM" hann er samt ekki alveg viss um að hverju hann er að vinna. Er ekki betra að ráðherrann komist nú að því hvað hann er að gera áður en hann hleypur í fréttir til að slá ryki í augu kjósenda í norðaustur kjördæmi. Hann segir það líka í anda jafnaðarmennsku að ekki verði greitt gjald í göngin frekar en fyrir aðrar framkvæmdir sem standa fyrir dyrum. Væri ekki nær að jafnaðarmennirnir sem leiða lista Samfylkingarinnar í NV- og NE kjördæmi taki nú höndum saman og byrji á því að fella niður gjald í Hvalfjarðargöng. Það er öll aðstaða til staðar til að telja bíla sem fara í gegnum Hvalfjarðargöng og flokka þá eftir stærð. Þar ættu að vera nægar upplýsingar til þess að Spölur geti innheimt gjaldið beint úr ríkissjóði sem skuggagjald. En það er sú leið kölluð ef ríkissjóður greiðir framkvæmdaraðila fyrir notkunina í stað þess að þeir sem fara um göngin greiði gjaldið. Eru kjósendur Kristjáns Möller í NE-kjördæmi nokkuð jafnari en aðrir? Ég skora á ráðherrann að bretta nú ermarnar og vinna að niðurfellingu gjalds í Hvalfjarðargöng....... og vinna nú, en ekki að telja sig vera að vinna... það gerir ekkert gagn
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég er nú alveg til í að borga fyrir að aka í gegnum göngin, og er ekki viss um að ég vilji að ókeypis akstur fyrir mig sem "neytanda" tefji gerð þeirra.
En þakka þér annars fyrir síðast
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 16.6.2007 kl. 17:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.