Jafnaðarmennska?

Nú er ríkisstjórnin að efna kosningaloforðin við aldraða og þar er aðeins horft til þess hverju Sjálfstæðismenn lofuðu og það er ekki mikil jafnaðarmennska á bak við þessa lagabreytingu.  Þeir sem eru frískir og á vinnumarkaða, eða hafa aðra þá aðstöðu að geta skammtað sér einhverjar tekjur eftir að 70 ára aldri er náð fá 560-700 milljón króna kjarabót úr ríkissjóði.  Hinir geta etið það sem úti frýs.  Þeir sem ekki hafa vinnu, eða heilsu til að stunda vinnu eftir sjötugt þeir fá ekkert.  Ekki heldur þeir sem hafa náð 67 ára aldri og hafa t.d. dregið úr atvinnuþátttöku, heilsu sinnar vegna eða til að njóta þess að aflokinni langri starfsæfi að eiga tíma til að sinna áhugamálunum meðan heilsan leyfir... þeir fá ekki neitt.   Þetta er jafnaðarmennska í verki.  Sumir eru nefnilega miklu jafnari en aðrir.
mbl.is Tekjur sjötugra og eldri skerða ekki almannatryggingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband