Hagfræði Kvennalistans

Nú hefur formaður Samfylkingarinnar talað og látið í ljós skoðun á því hvernig bregðast á við yfirvofandi samdrætti í sjávarútvegi.   Þegar það sem eftir henni hefur verið haft standa eftir tvær tillögur.

a) Tökum aflamarkið af þeim sem minnst mega sín þ.e. byggðakvótann

b) Látum útgerðina borga brúsann af mótvægisaðgerðum vegna fyrirsjánanlegs niðurskurðar í aflamarki.

Snillingurinn Ingibjörg Sólrún vill taka af byggðakvótann og hún vill selja hann til hæstbjóðanda á markaði til fjármagna ríkisstyrktan atvinnurekstur í sjávarbyggðunum.  Heyr á endemi... hvernig datt fólki austan við Elliðaár að kjósa flokk með svona forystu.

Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur.

 XB


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband